Launahækkanir kjararáðs ráðgáta

Samkvæmt lögum sem voru í gildi um kjararáð átti ráðið ...
Samkvæmt lögum sem voru í gildi um kjararáð átti ráðið að „birta ákvarðanir sínar og úrskurði og ástæður fyrir þeim opinberlega með skipulegum og aðgengilegum hætti.“ mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Ekki eru til nein gögn um það hvaða forstjórar ríkisstofnanna fengu afturvirka launahækkun með ákvörðun kjararáðs árið 2011. Sagðist kjararáð ætla að tilkynna hverjum og einum með bréfi hvaða hækkun þeir myndu fá, en bréfin voru aldrei send. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn mbl.is.

Eina launahækkunin sem vitað er um er 214 þúsund króna hækkun mánaðarlauna forstjóra Landspítalans, en hann greindi frá því sjálfur í forstjórapistli á vef spítalans í júlí á síðasta ári að hann hefði 33 fleiri yfirvinnueiningar en þær eitt hundrað sem hann fékk samkvæmt úrskurði ráðsins árið 2010.

Tilkynnt með bréfi

Í úrskurði kjararáðs frá 21. desember 2011 sem birtur var á vef þess var sagt frá því að ákvörðun um launahækkanir yrði tilkynnt hverjum og einum með bréfi, en ekki fylgdi ákvörðuninni neinn rökstuðningur.

Síðasta haust var farið á leit við fjármálaráðuneytið um að fá fundargerðir kjararáðs afhentar. Í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar upplýsingamála varð ráðuneytið við beiðninni, en afhenti ekki eldri fundargerðir en aftur til ársins 2015 þar sem úrvinnsla beiðninnar þótti of umfangsmikil.

Var þá óskað eftir stakri fundargerð frá fundi ráðsins í desember 2011 og varð ráðuneytið við þeirri beiðni. Í þeirri fundargerð kemur aðeins fram að „ákvörðun kjararáðs um mánaðarlaun og einingafjölda verður birt með bréfum sem send verða hverjum og einum.“

Beðið svars

Er þetta orðrétt sama orðalag sem er að finna í úrskurði ráðsins og er því með öllu óljóst hverjir fengu afturvirka launahækkun samkvæmt úrskurði ráðsins eða hversu mikla hækkun er um að ræða. Jafnframt er þar enginn rökstuðningur.

Var fjármálaráðuneytinu því send fyrirspurn á ný í apríl og óskað eftir því að fá afrit af öllum fylgigögnum umrædds fundar og ekki síst afrit af þeim bréfum sem kjararáð segist hafa sent hverjum og einum. Þann 6. maí tilkynnti ráðuneytið að enn væri verið að skoða erindið og að gert væri ráð fyrir því að svar myndi berast fyrir 23. maí og að skýring tafanna væri að gögnin væru ekki nema að hluta til á rafrænu formi og eru frá öðru stjórnvaldi sem tefur vinnslu málsins.

Bar að birta rökstuðning

Síðdegis í gær barst síðan svar frá ráðuneytinu þar sem segir: „Ráðuneytið hefur kannað gögn sem stafa frá kjararáði og liggur fyrir að engin fylgiskjöl eru með tilvísaðri fundargerð. Þá liggur einnig fyrir að bréf voru ekki send einstaklingum sem undir ráðið heyrðu, þrátt fyrir fyrirætlan þar um í fundargerðinni.“

Í lögum sem voru í gildu um störf kjararáðs segir að ráðið skuli „birta ákvarðanir sínar og úrskurði og ástæður fyrir þeim opinberlega með skipulegum og aðgengilegum hætti.“

Jafnframt var ráðinu skylt að „skilgreina samanburðarhópa og birta í úrskurði sínum tölulegar upplýsingar um laun og launaþróun þeirra“ við endurmat launasetningar einstakra hópa.

Reynt var að ná tali af Jónasi Þór Guðmundssyni, fyrrverandi formanni kjararáðs, til þess að leita skýringa á málinu, án árangurs.

mbl.is

Innlent »

Litla Grá og Litla Hvít komnar heim

23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu Hvítrar og Litlu Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu Grá og Litlu Hvít

21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

19:39 Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Meira »

Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

19:11 Hvalaskoðunarskip hitti tvær steypireyðar í Faxaflóa á 17. júní. Það eru sannarlega tíðindi og leiðsögumaður um borð segir að farþegum hafi verið stórbrugðið. Hann komst í návígi við dýrin. Meira »

7 sekúndna grænt ljós „algjörlega ólíðandi“

18:59 Bæjarstjóri Seltjarnarness ætlar að óska eftir svörum frá starfsbróður sínum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, vegna knapps græns beygjuljóss á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sem margir Seltirningar nýta sér á leið heim úr vinnu og daglegum störfum. Meira »

Norsku eldisrisarnir lögsóttir fyrir meint verðsamráð

18:45 Tíu lögsóknir vofa nú yfir nokkrum af stærstu laxeldisfyrirtækjum Noregs og dótturfyrirtækjum þeirra, þar sem þau eru sökuð um verðsamráð. Meira »

Magnús fær Tesluna ekki aftur

18:21 Hæstiréttur hafnaði því í dag að mál Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi for­stjóra United Silicon, vegna hraðaksturs hans á Teslu-bifreið á Reykjanesbrautinni yrði tekið fyrir. Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir hraðakstur og að hafa valdið slysi. Meira »

Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR

17:38 Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Meira »

Vísa yfirlýsingum VR til föðurhúsanna

17:13 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvarðanir um vaxtabreytingar séu ætíð teknar með „hagsmuni sjóðfélaga og lántakenda að leiðarljósi, aldrei af græðgi, geðþótta, illkvittni eða til að ganga í berhögg við kjarasamninga.“ Meira »

Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu

17:13 Flugferð flutningavélarinnar Cargolux með mjaldrana tvo frá Sjanghæ til Íslands gekk vel og var vélin hálftíma á undan áætlun þegar hún lenti í Keflavík klukkan 13.41 í dag. Mjaldrarnir voru órólegir í byrjun flugferðarinnar en róuðust þegar leið á flugið að sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux. Meira »

Endurskoða löggjöf um réttarstöðu brotaþola

16:54 Tillögur um bætta réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis voru til umfjöllunar á ráðherranefndarfundi um jafnréttismál í dag, á kvenréttindadeginum. Dómsmálaráðherra mun hefja endurskoðun á löggjöf og lagaframkvæmd þegar í stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Kröfu um ógildingu vísað frá

16:52 Héraðsdómur Vestfjarða hefur vísað frá dómi kröfu um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi í maí í fyrra hafi ekki uppfyllt kröfur laga um kosningar til sveitarstjórna. Meira »

Sameiginleg samþykkt í fyrsta sinn

16:49 Nýverið tók ný lögreglusamþykkt gildi fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er samþykktin sú fyrsta í umdæminu sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði að því er fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar, en þar segir einnig að fyrir gildistöku samþykktarinnar hafi ekki verið gildar lögreglusamþykktir í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Meira »

Greip fast um brjóst konu á dansleik

16:43 Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðislega áreitni. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti 317.187 krónur í bætur. Meira »

Skoða afnám skerðinga lífeyris

16:03 Velferðarnefnd hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem biður um að lagt verði mat á kostnaði við að afnema tekjuskerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Feli slíkt ekki í sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð er hvatt til þess að lagt verði frumvarp fyrir Alþingi um afnám skerðinganna. Meira »

Læknar veri vakandi fyrir einkennum

15:50 „Læknar þurfa að vera vakandi fyrir sjaldgæfum sjúkdómum sérstaklega hjá Íslendingum sem ferðast erlendis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um þrjá íslenska ferðamenn sem greindust með chik­ung­unya-sótt eftir ferðalag á Spáni. Meira »

Bítast á um tillögur fjárlaganefndar

15:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að dökk tíðindi séu í breytingartillögum meirihluta nefndarinnar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segir að gagnrýni og vinna minnihlutans og Öryrkjabandalagsins hafi aftur á móti skilað heilmiklum árangri og haft áhrif á breytingartillögurnar. Meira »
Bátakerra .
Tilboð óskast uppl. 8691204....
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Bókalind - antikbókabúð
Erum með fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matreiðslubæku...
www.apartment-eyjasol.is - Reykjavik-
1 and 2 bedroom apartments in Reykjavik. Beds for 4-6 pers. Be welcome eyjasol@...