Rannsakar malavísk börn með malaríu

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi í Malaví.
Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi í Malaví. Ljósmynd/Aðsend

„Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví síðasta sum­ar. Eft­ir dvöl­ina þar var hún staðráðin í að sækja landið aft­ur heim og ákvað að byggja loka­verk­efni sitt í klín­ískri sál­fræði við Há­skóla Íslands á að skoða möguleg úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu.

Hug­mynd­in að verk­efn­inu kviknaði þegar Guðlaug fór með föður sín­um, Svein­birni Gizur­ar­syni lyfja­fræðipró­fess­or, til Mala­ví. Guðlaug var meðal annars að hjálpa föður sínum við verk­efni þar sem hann var að skoða aðgengi að mikilvægum lyfjum fyrir börn yngri en 5 ára og t.d. meðferðar­heldni ólæsra berklasjúklinga. Þar hitti Guðlaug banda­rísk­an sér­fræðing í malaríu, Dr. Terry Taylor, sem benti henni á ný­leg­ar rann­sókn­ir sem hafa sýnt að börn sem fá „cerebral“ malaríu  eða heila­himnu­bólgu af völd­um malaríu sýna veru­leg­ar hegðun­ar­breyt­ing­ar eft­ir sýk­ing­una, sem lýs­ir sér helst sem ADHD ein­kenni.

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi með föður sínum Sveinbirni Gizurarsyni lyfjafræðiprófessor ...
Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi með föður sínum Sveinbirni Gizurarsyni lyfjafræðiprófessor í Malaví í fyrrasumar. Ljósmynd/Aðsend

Telja illa anda sökudólgana

Al­menn­ing­ur kenn­ir oft­ast for­eldr­um, einkum mæðrum um þessa hegðun og saka þær um slakt upp­eldi. Aðrir halda því fram að börnin séu hald­in „ill­um öndum“ og loka þau inni eða láta sær­ing­ar­menn meðhöndla þau í sam­ræmi við það.

„Ég hitti fullt af fólki í heil­brigðisþjón­ust­unni og spurði mikið út í sál­fræðiþjón­ustu og sál­fræðimeðferðir barna. Ég komst að því að það er lít­il sem eng­in þjón­usta fyr­ir börn,“ seg­ir Guðlaug. Þekk­ing á ADHD er lít­il sem eng­in í land­inu og til að mynda benti barna­lækn­ir henni á að eini ein­stak­ling­ur­inn sem hann vissi til að væri með ADHD hefði verið lokaður inni á geðdeild. Ein geðdeild er starf­rækt í land­inu, að sögn Guðlaug­ar en í Malaví búa tæp­lega 20 millj­ón­ir manna.

Hefur mikinn áhuga á ADHD

Þegar banda­ríski sér­fræðing­ur­inn ræddi við Guðlaugu um ADHD hjá þess­um hópi var áhug­inn vak­inn. Guðlaug hef­ur mik­inn áhuga á ADHD og hef­ur meðal annars unnið í sérstökum flokkum sem sum­ar­búðir KFUM og KFUK hafa haldið fyr­ir börn með ADHD í Vatna­skógi Vindás­hlíð og á Hólavatni.

Í sum­ar, nán­ar til­tekið 26. júní, legg­ur hún af stað með kær­asta sín­um Birki Ásgeirs­syni sem er grafískur hönnuður og myndbandagerðamaður og verja þau rúmum tveim­ur vik­um í gagna­öfl­un í Mala­ví. Sam­hliða þessu ætla þau að búa til stutta heim­ild­ar­mynd um verk­efnið.

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi aflar gagna fyrir lokaverkefni sitt í ...
Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi aflar gagna fyrir lokaverkefni sitt í Malaví. Ljósmynd/Aðsend

Mark­mið verk­efn­is­ins er tvíþætt. Ann­ars veg­ar að skoða upp­eldisaðferðir for­eldra í Mala­ví sér­stak­lega hjá börn­um sem sýna óæski­lega hegðun. Hins veg­ar að ræða við for­eldra barna sem hafa fengið heila­himnu­bólgu af völd­um malaríu og at­huga hvort þau sjái þess­ar hegðun­ar­breyt­ing­ar og hvort þau sjái breyt­ing­ar á börn­un­um fyr­ir og eft­ir veik­ind­in.

Ferðalagið hefst í höfuðborg­inni Lílong­ve þar sem Guðlaug hitt­ir for­eldra barna sem hafa greinst með heila­himnu­bólgu. Eft­ir það halda þau til Blan­tyre sem er höfuðborg viðskipta í land­inu. „Þetta verður bara spenn­andi,“ seg­ir hún og viður­kenn­ir að dag­skrá­in verði nokkuð þétt.

Mik­il þörf þar á aðstoð í Mala­ví

„Ég er al­veg heilluð af Mala­ví og mig lang­ar að gera eitt­hvað þar í framtíðinni. Það er mik­il þörf þar á aðstoð,“ seg­ir hún og nefn­ir upp­eldi barna sem dæmi. „For­eldr­ar átta sig ekki al­veg á því að þeir gera oft eitt­hvað sem eyk­ur á óæski­lega hegðun og eru stundum að skamma börn með líkamlegum refsingum fyr­ir eitthvað sem venju­leg börn gera og ættu ekki að fá skammir fyrir,“ seg­ir hún.

Mik­ill mun­ur er á upp­eldi barna á Íslandi og í Mala­ví þó vissu­lega sé það ávallt breyti­legt milli fólks. Hún nefn­ir sem dæmi að mala­vísk­ir for­eldr­ar geti sýnt ýkt viðbrögð við óæski­legri hegðun eins og að beita of­beldi, nota lík­am­leg­ar refs­ing­ar, loki börn inni og hafni þeim þegar hægt hefði verið að bregðast við á mun mild­ari hátt.

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi heillaðist af Malaví.
Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi heillaðist af Malaví. Ljósmynd/Aðsend

Guðlaug viður­kenn­ir að dvöl­in hafi breytt henni og að hún hafi fengið aðra sýn á heim­inn. „Það var ótrú­legt að sjá hvað all­ir voru glaðir og bros­andi. Fólk sem átti varla neitt var samt svo ánægt,“ seg­ir hún og bros­ir og bæt­ir við „ég er kom­in með Afr­íku­bakt­erí­una.“

Guðlaug stefn­ir að því að skila loka­verk­efni sínu sem bygg­ir á þess­um gögn­um næsta vor. Leiðbein­andi Guðlaug­ar er Urður Njarðvík dós­ent á Heil­brigðis­vís­inda­sviði.

Hér er hægt að fylgj­ast með verk­efni þeirra.  

mbl.is

Innlent »

Kæru Vigdísar vísað frá

13:25 Kæru Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, um ógildingu borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í fyrra, er vísað frá kjörnefnd sem falið var að úrskurða um kæruna. Meira »

Skýrslan varpi ljósi á samskiptavanda

13:12 Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd, segir í samtali við mbl.is að honum hafi litist bæði „nokkuð vel og illa“ á það sem fram kemur í skýrslu Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst og rætt var um á nefndarfundi á Alþingi á morgun. Meira »

Vilja kvóta til að flytja inn lambakjöt

13:05 Skortur á lambahryggjum er staðreynd, ef marka má Samtök verslunar og þjónustu. Þar á bæ hvetja menn til þess að skoða það hvort úthluta megi tollkvóta til innflutnings á lambahryggjum. Meira »

Mótorhjólum ekið utan vega

13:00 „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir landvörður í samtali við mbl.is. Umhverfisstofnun hefur tilkynnt utanvegaakstur á jarðhitasvæðinu við Sogin í vesturjaðri Reykjanesfólkvangs til lögreglu. Landvörður kom auga á förin 9. júní og kæra var send fimm dögum síðar. Meira »

400 metra borgarísjaki innan breiðunnar

12:57 Hafísbreiðan undan Vestfjörðum er nú næst landi um 34 sjómílur norðvestur af Straumnesi og 40 sjómílur norður af Kögri. Um 400 metra langur borgarísjaki er innan breiðunnar. Meira »

Sakar Landvernd um dylgjur

12:44 VesturVerk segist ekki hafa fengið neinar upplýsingar um að landamerki í Ófeigsfirði séu með þeim hætti sem landeigendur Drangavíkur lýstu í kæru sinni til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem lögð var fram í gær. Meira »

Nató-aðild Íslands „fíllinn í stofunni“

12:28 „Hernaður er ömurlegasta stig mannlegrar tilveru og grátlegt er að horfa upp á þá gegndarlausu sóun sem á sér stað í hernaðaruppbyggingu í heiminum, með fjármunum sem mætti svo hæglega nýta til annarra og betri hluta,“ skrifar Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG, á Facebook. Meira »

Malbikun á Vesturlandsvegi og Hringbraut

12:15 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á ýmsum framkvæmdum sem fyrirhugaðar eru á höfuðborgarsvæðinu í dag og biðlar til ökumanna að sýna biðlund og þolinmæði í umferðinni. Meira »

Varar við áfengisneyslu í hitabylgjunni

11:39 Landlæknir segir að þeir sem verði staddir á meginlandi Evrópu núna þegar hitabylgju er spáð, ættu að drekka vel af vökva, en þó ekki áfenga drykki, enda sé alkóhól þvagmyndandi og geti enn aukið á vökvatap af sól og hita. Meira »

Tillitssemi númer eitt, tvö og þrjú

11:28 Hjólreiðakeppnin WOW Cyclothon hefst í kvöld og búast má við fjölgun hjólreiðafólks á þjóðvegunum í vikunni á meðan keppnin stendur yfir. Rúm­lega 570 kepp­end­ur hafa skráð sig til þátt­töku og leggja ein­stak­ling­ar og kepp­end­ur í Hjólakrafts­flokki af stað frá Eg­ils­höll klukkan sjö í kvöld. Meira »

Ákærður fyrir stórfellda árás í Eyjum

10:40 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás, sem átti sér stað á tjaldsvæðinu við Áshamar í Vestmannaeyjum 31. júlí 2016. Mál hans var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær. Meira »

Lögreglan leitar andapars og kinda

10:06 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á borði afar óvenjuleg mál þessa dagana, en hún leitar nú að andapari annars vegar og tveimur kindum hins vegar. Meira »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »
Skemmtibátur til sölu.
Glæsilegur skemmtibátur, Skilsö 33 árg. 2000. Svefnpláss fyrir 4-6. Vél volvo pe...
Jema A/S danskar skæralyftur
Við seljum hinar vinsælu skæralyftur frá JEMA . Lyfta 1,2 m og 3 T ,glussadrifn...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...