Rannsakar malavísk börn með malaríu

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi í Malaví.
Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi í Malaví. Ljósmynd/Aðsend

„Ég heillaðist af landi, þjóð og sér­staka­lega börn­un­um,“ seg­ir Guðlaug María Svein­björns­dótt­ir sál­fræðinemi um fyrstu kynni sín af Mala­ví síðasta sum­ar. Eft­ir dvöl­ina þar var hún staðráðin í að sækja landið aft­ur heim og ákvað að byggja loka­verk­efni sitt í klín­ískri sál­fræði við Há­skóla Íslands á að skoða möguleg úrræði fyrir mala­vísk börn sem hafa greinst með heilahimnubólgu af völdum malaríu.

Hug­mynd­in að verk­efn­inu kviknaði þegar Guðlaug fór með föður sín­um, Svein­birni Gizur­ar­syni lyfja­fræðipró­fess­or, til Mala­ví. Guðlaug var meðal annars að hjálpa föður sínum við verk­efni þar sem hann var að skoða aðgengi að mikilvægum lyfjum fyrir börn yngri en 5 ára og t.d. meðferðar­heldni ólæsra berklasjúklinga. Þar hitti Guðlaug banda­rísk­an sér­fræðing í malaríu, Dr. Terry Taylor, sem benti henni á ný­leg­ar rann­sókn­ir sem hafa sýnt að börn sem fá „cerebral“ malaríu  eða heila­himnu­bólgu af völd­um malaríu sýna veru­leg­ar hegðun­ar­breyt­ing­ar eft­ir sýk­ing­una, sem lýs­ir sér helst sem ADHD ein­kenni.

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi með föður sínum Sveinbirni Gizurarsyni lyfjafræðiprófessor ...
Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi með föður sínum Sveinbirni Gizurarsyni lyfjafræðiprófessor í Malaví í fyrrasumar. Ljósmynd/Aðsend

Telja illa anda sökudólgana

Al­menn­ing­ur kenn­ir oft­ast for­eldr­um, einkum mæðrum um þessa hegðun og saka þær um slakt upp­eldi. Aðrir halda því fram að börnin séu hald­in „ill­um öndum“ og loka þau inni eða láta sær­ing­ar­menn meðhöndla þau í sam­ræmi við það.

„Ég hitti fullt af fólki í heil­brigðisþjón­ust­unni og spurði mikið út í sál­fræðiþjón­ustu og sál­fræðimeðferðir barna. Ég komst að því að það er lít­il sem eng­in þjón­usta fyr­ir börn,“ seg­ir Guðlaug. Þekk­ing á ADHD er lít­il sem eng­in í land­inu og til að mynda benti barna­lækn­ir henni á að eini ein­stak­ling­ur­inn sem hann vissi til að væri með ADHD hefði verið lokaður inni á geðdeild. Ein geðdeild er starf­rækt í land­inu, að sögn Guðlaug­ar en í Malaví búa tæp­lega 20 millj­ón­ir manna.

Hefur mikinn áhuga á ADHD

Þegar banda­ríski sér­fræðing­ur­inn ræddi við Guðlaugu um ADHD hjá þess­um hópi var áhug­inn vak­inn. Guðlaug hef­ur mik­inn áhuga á ADHD og hef­ur meðal annars unnið í sérstökum flokkum sem sum­ar­búðir KFUM og KFUK hafa haldið fyr­ir börn með ADHD í Vatna­skógi Vindás­hlíð og á Hólavatni.

Í sum­ar, nán­ar til­tekið 26. júní, legg­ur hún af stað með kær­asta sín­um Birki Ásgeirs­syni sem er grafískur hönnuður og myndbandagerðamaður og verja þau rúmum tveim­ur vik­um í gagna­öfl­un í Mala­ví. Sam­hliða þessu ætla þau að búa til stutta heim­ild­ar­mynd um verk­efnið.

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi aflar gagna fyrir lokaverkefni sitt í ...
Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi aflar gagna fyrir lokaverkefni sitt í Malaví. Ljósmynd/Aðsend

Mark­mið verk­efn­is­ins er tvíþætt. Ann­ars veg­ar að skoða upp­eldisaðferðir for­eldra í Mala­ví sér­stak­lega hjá börn­um sem sýna óæski­lega hegðun. Hins veg­ar að ræða við for­eldra barna sem hafa fengið heila­himnu­bólgu af völd­um malaríu og at­huga hvort þau sjái þess­ar hegðun­ar­breyt­ing­ar og hvort þau sjái breyt­ing­ar á börn­un­um fyr­ir og eft­ir veik­ind­in.

Ferðalagið hefst í höfuðborg­inni Lílong­ve þar sem Guðlaug hitt­ir for­eldra barna sem hafa greinst með heila­himnu­bólgu. Eft­ir það halda þau til Blan­tyre sem er höfuðborg viðskipta í land­inu. „Þetta verður bara spenn­andi,“ seg­ir hún og viður­kenn­ir að dag­skrá­in verði nokkuð þétt.

Mik­il þörf þar á aðstoð í Mala­ví

„Ég er al­veg heilluð af Mala­ví og mig lang­ar að gera eitt­hvað þar í framtíðinni. Það er mik­il þörf þar á aðstoð,“ seg­ir hún og nefn­ir upp­eldi barna sem dæmi. „For­eldr­ar átta sig ekki al­veg á því að þeir gera oft eitt­hvað sem eyk­ur á óæski­lega hegðun og eru stundum að skamma börn með líkamlegum refsingum fyr­ir eitthvað sem venju­leg börn gera og ættu ekki að fá skammir fyrir,“ seg­ir hún.

Mik­ill mun­ur er á upp­eldi barna á Íslandi og í Mala­ví þó vissu­lega sé það ávallt breyti­legt milli fólks. Hún nefn­ir sem dæmi að mala­vísk­ir for­eldr­ar geti sýnt ýkt viðbrögð við óæski­legri hegðun eins og að beita of­beldi, nota lík­am­leg­ar refs­ing­ar, loki börn inni og hafni þeim þegar hægt hefði verið að bregðast við á mun mild­ari hátt.

Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi heillaðist af Malaví.
Guðlaug María Sveinbjörnsdóttir sálfræðinemi heillaðist af Malaví. Ljósmynd/Aðsend

Guðlaug viður­kenn­ir að dvöl­in hafi breytt henni og að hún hafi fengið aðra sýn á heim­inn. „Það var ótrú­legt að sjá hvað all­ir voru glaðir og bros­andi. Fólk sem átti varla neitt var samt svo ánægt,“ seg­ir hún og bros­ir og bæt­ir við „ég er kom­in með Afr­íku­bakt­erí­una.“

Guðlaug stefn­ir að því að skila loka­verk­efni sínu sem bygg­ir á þess­um gögn­um næsta vor. Leiðbein­andi Guðlaug­ar er Urður Njarðvík dós­ent á Heil­brigðis­vís­inda­sviði.

Hér er hægt að fylgj­ast með verk­efni þeirra.  

mbl.is

Innlent »

Litla Grá og Litla Hvít komnar heim

23:14 Löngu og ströngu ferðalagi mjaldrasystranna Litlu Hvítrar og Litlu Grárrar lauk nú á ellefta tímanum þegar þær komu til Vestmannaeyja með Herjólfi. Ferðalagið tók alls um 19 klukkustundir og systurnar voru farnar að sýna þreytumerki við komuna til Eyja að sögn Sig­ur­jóns Inga Sig­urðsson­ar. Meira »

Allt gert fyrir Litlu Grá og Litlu Hvít

21:37 Áhöfn og farþegar í Herjólfi bíða nú þolinmóðir eftir flutningabílunum tveimur sem flytja mjaldrasysturnar sem komu til landsins í dag eftir langt og strangt flug frá Sjanghæ. Meira »

Smíðar eru ekki fjarlægar guðspjöllum

21:24 Sr. Sigurður Jónsson, sóknarprestur í Áskirkju í Reykjavík undanfarin 13 ár, útskrifaðist úr húsasmíði í kvöldskóla Fjölbrautaskólans í Breiðholti á dögunum. Meira »

Hvað er íslenskt og hvað ekki?

20:16 Framleiðendur lopapeysa á Íslandi eru ekki ánægðir með aukna framleiðslu lopapeysa í Kína sem seldar eru undir þeim formerkjum að vera íslenskar. Þó að notuð sé íslensk ull til framleiðslunnar þar eystra þykir handbragðið sjálft ekki vera það sama. Meira »

Reyna að ná Herjólfi fyrir níu

19:39 Ferð flutningabílanna tveggja með mjaldrasysturnar Litlu Grá og Litlu Hvít hefur gengið eins og í sögu frá því að lagt var af stað frá Keflavík laust eftir klukkan 18. Bílarnir eru að nálgast Þorlákshöfn. Meira »

Steypireyðarmæðgur sáust í Faxaflóa

19:11 Hvalaskoðunarskip hitti tvær steypireyðar í Faxaflóa á 17. júní. Það eru sannarlega tíðindi og leiðsögumaður um borð segir að farþegum hafi verið stórbrugðið. Hann komst í návígi við dýrin. Meira »

7 sekúndna grænt ljós „algjörlega ólíðandi“

18:59 Bæjarstjóri Seltjarnarness ætlar að óska eftir svörum frá starfsbróður sínum í Reykjavík, Degi B. Eggertssyni, vegna knapps græns beygjuljóss á gatnamótum Geirsgötu og Lækjargötu sem margir Seltirningar nýta sér á leið heim úr vinnu og daglegum störfum. Meira »

Norsku eldisrisarnir lögsóttir fyrir meint verðsamráð

18:45 Tíu lögsóknir vofa nú yfir nokkrum af stærstu laxeldisfyrirtækjum Noregs og dótturfyrirtækjum þeirra, þar sem þau eru sökuð um verðsamráð. Meira »

Magnús fær Tesluna ekki aftur

18:21 Hæstiréttur hafnaði því í dag að mál Magnúsar Ólafs Garðarssonar, fyrrverandi for­stjóra United Silicon, vegna hraðaksturs hans á Teslu-bifreið á Reykjanesbrautinni yrði tekið fyrir. Magnús var dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi í Landsrétti fyrir hraðakstur og að hafa valdið slysi. Meira »

Fjármálaeftirlitið hnýtir í VR

17:38 Fjármálaeftirlitið hefur birt tilkynningu á vef sínum, í tilefni frétta um að VR skoði að afturkalla umboð stjórnarmanna sem félagið tilnefnir í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. Meira »

Vísa yfirlýsingum VR til föðurhúsanna

17:13 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að ákvarðanir um vaxtabreytingar séu ætíð teknar með „hagsmuni sjóðfélaga og lántakenda að leiðarljósi, aldrei af græðgi, geðþótta, illkvittni eða til að ganga í berhögg við kjarasamninga.“ Meira »

Annar mjaldranna steinsofnaði í fluginu

17:13 Flugferð flutningavélarinnar Cargolux með mjaldrana tvo frá Sjanghæ til Íslands gekk vel og var vélin hálftíma á undan áætlun þegar hún lenti í Keflavík klukkan 13.41 í dag. Mjaldrarnir voru órólegir í byrjun flugferðarinnar en róuðust þegar leið á flugið að sögn Brynjars Arnar Sveinjónssonar, yfirflugstjóra Cargolux. Meira »

Endurskoða löggjöf um réttarstöðu brotaþola

16:54 Tillögur um bætta réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis voru til umfjöllunar á ráðherranefndarfundi um jafnréttismál í dag, á kvenréttindadeginum. Dómsmálaráðherra mun hefja endurskoðun á löggjöf og lagaframkvæmd þegar í stað, að því er fram kemur í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Meira »

Kröfu um ógildingu vísað frá

16:52 Héraðsdómur Vestfjarða hefur vísað frá dómi kröfu um að viðurkennt verði með dómi að framkvæmd og undirbúningur sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi í maí í fyrra hafi ekki uppfyllt kröfur laga um kosningar til sveitarstjórna. Meira »

Sameiginleg samþykkt í fyrsta sinn

16:49 Nýverið tók ný lögreglusamþykkt gildi fyrir sveitarfélög í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra. Er samþykktin sú fyrsta í umdæminu sem nær yfir öll sveitarfélög á þessu svæði að því er fram kemur í frétt á vef Skagafjarðar, en þar segir einnig að fyrir gildistöku samþykktarinnar hafi ekki verið gildar lögreglusamþykktir í öllum sveitarfélögum á Norðurlandi vestra. Meira »

Greip fast um brjóst konu á dansleik

16:43 Karlmaður á sextugsaldri var dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða fyrir kynferðislega áreitni. Maðurinn var auk þess dæmdur til að greiða konu sem hann áreitti 317.187 krónur í bætur. Meira »

Skoða afnám skerðinga lífeyris

16:03 Velferðarnefnd hefur lagt fram þingsályktunartillögu sem biður um að lagt verði mat á kostnaði við að afnema tekjuskerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna. Feli slíkt ekki í sér útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð er hvatt til þess að lagt verði frumvarp fyrir Alþingi um afnám skerðinganna. Meira »

Læknar veri vakandi fyrir einkennum

15:50 „Læknar þurfa að vera vakandi fyrir sjaldgæfum sjúkdómum sérstaklega hjá Íslendingum sem ferðast erlendis,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um þrjá íslenska ferðamenn sem greindust með chik­ung­unya-sótt eftir ferðalag á Spáni. Meira »

Bítast á um tillögur fjárlaganefndar

15:44 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir í færslu á Facebook-síðu sinni að dökk tíðindi séu í breytingartillögum meirihluta nefndarinnar við fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Hann segir að gagnrýni og vinna minnihlutans og Öryrkjabandalagsins hafi aftur á móti skilað heilmiklum árangri og haft áhrif á breytingartillögurnar. Meira »
Borðfætur stál
Til sölu notaðir borðfætur frá Stáliðjunni, 6 stk undir tveggja manna borð og 3 ...
Gisting við flugbraut..
Lítið sumarhús og kósý í fallegu umhverfi á suðurlandi. Gisting 2 nætur eða meir...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann. Fullbókað er til 23.7. en hægt er...