Riðin árleg tvídreið

Lagt var af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14.45.
Lagt var af stað frá Hallgrímskirkju kl. 14.45. mbl.is/Árni Sæberg

Þau voru gleðileg að sjá, fólkið sem klæddi sig í sitt fínasta púss upp úr hádegi í dag og kom saman við Hallgrímskirkju til þess að hjóla uppstrílað um miðbæ Reykjavíkur. Það var í hinni árlegu tvídreið, sem er kölluð Tweed Ride Reykjavík.

Eins og nafnið ber með sér skyldu menn klæddir í föt úr tvídi, sem er þykkt ullarefni og þykir fágaður klæðnaður.

Lagt var af stað klukkan 14.45 frá Hallgrímskirkju og tekinn rúntur um bæinn. Endastöðin er Ægisgarður, þar sem verðlaun verða veitt best klædda herramanninum, best klæddu dömunni og þeim, sem þótti hjóla á fallegasta hjólinu.

Reiðin hefur verið riðin hérlendis síðan 2012. Ljósmyndari mbl.is mætti á staðinn að þessu sinni og fangaði stemninguna við Hallgrímskirkju.

Hressing í smekklegu nestisboxi þarfaþing.
Hressing í smekklegu nestisboxi þarfaþing. mbl.is/Árni Sæberg
Keppendur vour merktir í bak og fyrir.
Keppendur vour merktir í bak og fyrir. mbl.is/Árni Sæberg
Eitt er rétt múndering og annað að kunna að stilla …
Eitt er rétt múndering og annað að kunna að stilla sér upp fyrir ljósmynd. mbl.is/Árni Sæberg
Ekki aðeins eru veitt verðlaun fyrir besta fegurstan klæðnað heldur …
Ekki aðeins eru veitt verðlaun fyrir besta fegurstan klæðnað heldur einnig flottasta hjól. mbl.is/Árni Sæberg
Beðið þess að reiðin hefjist.
Beðið þess að reiðin hefjist. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is