Segir dóm MDE „umboðslaust pólitískt at“

Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu varð til þess að Sigríður Á. Andersen …
Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu varð til þess að Sigríður Á. Andersen lét af embætti sem dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég treysti því að þegar frá líður verði litið á þessa at­lögu frá póli­tísk kjörn­um dómur­um í Strass­borg með sömu aug­um og minni­hlut­inn gerði. Sem umboðslaust póli­tískt at,“ segir Sigríður Á. Andersen þingkona og fyrrverandi dómsmálaráðherra í aðsendri grein sinni í Morgunblaðinu í morgun.

Vísar Sigríður til dóms Mannréttindadómstóls Evrópu frá því í mars, en dómurinn komst að þeirri niður­stöðu að dóm­ar­ar við Lands­rétt hefðu verið ólög­lega skipaðir og íslenska ríkið þar með gerst brotlegt við Mannréttindasáttmála Evrópu. Sagði Sigríður embætti sínu sem dómsmálaráðherra lausu í kjölfarið.

Tilefni greinar Sigríðar er 90 ára afmæli Sjálfstæðisflokksins og beinir hún skrifum sínum einnar helst að sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar.

„Með auknu mik­il­vægi alþjóðlegr­ar sam­vinnu á öll­um sviðum verður það að vera sér­stakt mark­mið stjórn­mála­manna að standa vörð um full­veldi og sjálf­stæði Íslands.

„Það er þannig að á meðan við ákveðum að deila lög­un­um þurf­um við að hafa sjálf­dæmi um hver lög­in eru og hver set­ur þau. Það er því gegn öll­um rök­um að sjálf­stæðir ein­stak­ling­ar í sjálf­stæðu ríki lúti fyr­ir­mæl­um annarra,“ segir í greininni.

Sigríður segir það hafa orðið sér sár vonbrigði að sjá íslensk stjórnmál, fjölmiðla og réttarkerfið „falla á kné þegar er­lend nefnd sem ekk­ert umboð hef­ur frá sjálf­stæðum Íslend­ing­um gerði at­lögu að dóms­kerfi okk­ar Íslend­inga.“

„Aldrei áður í sögu lýðveld­is­ins höfðu hand­hafi fram­kvæmda­valds, hand­haf­ar lög­gjaf­ar­valds og hand­haf­ar dómsvalds á Íslandi, auk jafn­vel for­seta Íslands um­fram skyldu, fest nýja stofn­un í sessi með jafn af­ger­andi hætti. Lands­rétt­ur og dóm­ar­arn­ir fimmtán sem rétt­inn skipa hafa ein­stak­an stuðning þeirra er málið varðar.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »