Þingmenn að „bregðast þjóð sinni“

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ríkisstjórn ekki kveðjurnar á ...
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, vandaði ríkisstjórn ekki kveðjurnar á útifundi í dag. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við erum saman komin hér í dag vegna þess að fólkið sem hefur tímabundið aðsetur í þessu húsi þarna er að bregðast þjóð sinni.“

Þannig hófst ræða Styrmis Gunnarssonar, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, á útifundi um orkumál á Austurvelli fyrr í dag. Fyrir fundinum stóðu Orkan okkar og Gulvestungar, hópar sem hafa sett sig upp á móti samþykkt þingsályktunarinnar um þriðja orkupakka Evrópusambandsins.

Styrmir vísaði til Alþingishússins, er hann lét svo um mælt að þar væri fólk að „bregðast þjóð sinni.“

„Við erum saman komin hér í dag, til þess að segja þeim, sem hafa tímabundið aðsetur í þessu húsi, að það verður aldrei lagður sæstrengur til aðildarríkis Evrópusambandsins,“ sagði Styrmir þá. Á svipuðum nótum talaði hann í grein sinni í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann hvatti landsfundur Sjálfstæðismanna myndi samþykkja að aldrei skyldi lagður sæstrengur frá Íslandi til aðildarríkis ESB.

Frummælendur á fundinum voru Styrmir Gunnarsson, Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi, Birgitta ...
Frummælendur á fundinum voru Styrmir Gunnarsson, Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi, Birgitta Jónsdóttir fyrrum alþingismaður og Haraldur Ólafsson, veðurfræðingur og frammámaður í Orkunni okkar. Facebook/Orkan okkar

Styrmir dró upp hliðstæðu á milli framsals á orkuauðlindum Íslendinga og þess, þegar Bretar „fóru ránshendi um fiskimið okkar.“ „Nú ætla fulltrúar nýrra kynslóða Íslendinga að opna þessum sömu nýlenduveldum leið inn í aðra auðlind okkar, orku fallvatnanna. Þeir eru að opna dyrnar fyrir þau til þess að gera Ísland að forðabúri Evrópu  í orkumálum á kostnað Íslendinga sjálfra,“ sagði hann.

„Það er enginn munur á því að afhenda Brussel yfirráð yfir fiskimiðunum við Ísland sem mundi gerast með aðild að Evrópusambandinu og því að fella orku fallvatnanna á Íslandi inn í regluverk Evrópusambandsins um orkumál,“ sagði Styrmir.

Sumir þingmenn sem hafa mælt fyrir þriðja orkupakkanum hafa bent á að í honum felist ekki framsal á meðan enginn sæstrengur er fyrir hendi. „Það þýðir ekki að segja: já, en það gerist ekki nema Alþingi samþykki sæstreng,“ sagði Styrmir í ræðu sinni. „Vegna þess að reynsla okkar af Alþingi seinni árin er sú að því er ekki að treysta,“ klykkti hann út með.

mbl.is

Innlent »

Lögreglan leitar andapars og rollna

10:06 Lögreglan á Suðurnesjum hefur á borði afar óvenjuleg mál þessa dagana, en hún leitar nú að andapari annars vegar og tveimur rollum hins vegar. Meira »

Yfir eitt þúsund kröfur í búið

08:26 Alls bárust 1.038 kröfur í tryggingarfé Gaman ehf. (Gamanferða) en frestur til kröfulýsingar rann út í síðustu viku. Gert er ráð fyrir að það taki mánuði að fara yfir kröfurnar og taka afstöðu til þeirra. Meira »

Margbrotið mannlíf í miðborginni

08:18 Sólin er að færa sig á austanvert landið eftir góða þjónustu í þágu íbúa Suður- og Vesturlands í sumar. Því ræður suðvestanáttin sem nú er ríkjandi. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »
Íbúð óskast til leigu
Íbúð óskast til leigu Óska eftir lítilli 2 herbergja eða rúmgóðri stúdíóíbúð á R...
VILTU VITA HVAÐ ER FRAMUNDAN ?
Spái í bolla og tarot- þeir sem farnir eru segja mer um framtíð þína. Timap. s. ...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 484.500,-
Stapi er hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað og reglur. ...
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...