Tveimur milljónum króna ríkari

Heppinn lottóspilari er tveimur milljónum króna ríkari eftir að dregið var í Lottóinu í kvöld en hann var með allar fimm tölurnar réttar í Jókernum.

Fyrsti vinningur kvöldsins gekk hins vegar ekki út en hann hljóðaði upp á rúmar 39 milljónir króna. Sama er að segja um annan vinninginn, rúma hálfa milljón.

Fimm voru hins vegar með fjóra rétta í Jókernum og unnu 100 þúsund krónur hver.

mbl.is