Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

Mynd sem Leifur tók á fimmtudag af suðurtindi Everest sýni ...
Mynd sem Leifur tók á fimmtudag af suðurtindi Everest sýni halarófu fjallgöngumanna alveg að norðurtindinum. Ljósmynd/Leifur Örn Svavarsson

Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina.

Í samtali við mbl.is frá Nepal ræðir Leifur um ferðalagið og þá fordæmalausu stöðu sem kom upp á Everest í vikunni, er fleiri en 200 göngumenn héldu á tindinn sama daginn, tvo daga í röð.

„Við erum búnir að vera seinustu átta daga bara á stanslausu ferðalagi, að ganga upp og niður fjallið,“ segir Leifur og bætir við að það hafi verið mjög krefjandi, en Leifur Örn og Lýður eru búnir að vera alls hátt í 60 daga á ferðalagi, með það að markmiði að klífa hæsta fjall heims og það náðist síðasta fimmtudag, 23. maí.

Leifur Örn hafði farið áður á tindinn, en Lýður var að fara í fyrsta sinn og með því að fara Everest varð hann þriðji Íslendingurinn sem hefur náð hinni svokölluðu „ævintýra-stórslemmu“, sem felst í því að ganga hæstu tinda allra heimsálfa og inn á báða pólana. Einungis Haraldur Örn Ólafsson og Leifur Örn sjálfur höfðu áður náð að ljúka því afreki.

Lýður, sem er þekktur úr heimi íslenskra viðskipta og oft kenndur við fyrirtækið Bakkavör, hefur unnið að markmiði sínu í meira en áratug og Leifur Örn hefur verið honum til halds og trausts í mörgum ævintýraferðum.

Leifur Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumaður.
Leifur Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumaður. mbl.is/Styrmir Kári

Ferðin dróst vegna veðurskilyrða

Leifur Örn segir þá hafa stefnt á Everest í mörg ár og er ánægður með að settu marki sé náð. Hann segir ferðalagið þó hafa verið lengra en búist var við, þar sem veðurskilyrði hafa um nokkurt skeið verið óhagstæð til þess að gera atlögu að toppi fjallsins.

„Það kom fellibylur inn á Indlandshaf, sem að olli mjög vondu veðri í miðju tímabilinu,“ segir Leifur, en veðuraðstæðurnar ollu því að sjerparnir gátu ekki fest fasta línu upp á topp fjallsins á áætluðum tíma. Þegar línan var svo komin upp náðu örfáir hópar að fara upp á topp strax í kjölfarið, en síðan þá hafa veðurskilyrðin verið óhagstæð.

Mynd sem Leifur birti á Instagram 29. apríl síðastliðinn af ...
Mynd sem Leifur birti á Instagram 29. apríl síðastliðinn af förinni í gegn um Khumbu-ísfallið. Ljósmynd/Leifur Örn Svavarsson

„Svo kemur bara enginn veðurgluggi fyrr en núna 22. og 23. maí, sem var mjög seint,“ segir Leifur og bætir við að þessir tveir dagar hafi sennilega verið þeir annasömustu á fjallinu fyrr og síðar.

„Þú þarft að fara aftur til 2012 til þess að finna dag þar sem yfir 200 manns gengu á tindinn, en þessa tvo daga fór fjöldinn vel yfir það og það mun örugglega taka einhvern tíma að taka það saman hversu margir fóru raunverulega á tindinn þessa tvo daga,“ segir Leifur.

Hann segir eðlilegt að svona margir hafi lagt í hann á sama tíma núna þegar að allir hafi tæknina til þess að fylgjast með veðurspám og meta hvenær best sér að fara – og að allt hafi þetta gengið, þrátt fyrir margmennið.

„Þetta er fólk sem er búið að leggja mjög mikið undir, fjárfestingu og líkamsæfingu og fleira, og svo búið að vera þarna í tvo mánuði í að láta líkamann aðlagast hæðinni. Auðvitað vilja allir fá dagana þar sem aðstæður eru bestar,“ segir Leifur, en frostið við topp fjallsins er tæpar 30 gráður.

Þessa mynd tók Leifur Örn á páskadag í grunnbúðum Everest.
Þessa mynd tók Leifur Örn á páskadag í grunnbúðum Everest. Ljósmynd/Leifur Örn Svavarsson

„Ef það er mikill vindur í svona kulda þá eru þetta óbærilegar aðstæður,“ bætir hann við og segir jafnframt að hann sé hugsi yfir hálfgerðri „gildru“ sem sé í veðurspám morgundagsins, en þá á vind að lægja í skamman tíma, en þó nógu langan til þess að einhverjir gætu talið sig geta náð toppnum, sem gæti reynst hættulegt.

Enginn vill fara í hættulegri aðstæðum

Leifur Örn leynir því ekki að fjöldinn hafi aðeins dregið úr upplifuninni, en hann og Lýður lögðu mjög snemma af stað, voru komnir á toppinn við birtingu og losnuðu því að miklu leyti við biðir og raðir við topp fjallsins.

„Svona fjallganga er gríðarlega erfið og það óskar enginn þess að fá þessa upplifun, eins og við sem erum Íslendingar og vanir því að vera á fjöllum bara í friði, að lenda í því að það séu svona margir að fara á tindinn á sama degi, en svona er þetta bara. Og þetta gekk bara alveg upp. En þetta skemmir náttúrlega dálítið upplifunina fyrir manni, að það séu svona margir að fara á sama tíma.

En það er skiljanlegt, ekki vill maður sjálfur breyta til og fara í hættulegri aðstæðum til þess að vera með færra fólki, heldur vill maður frekar fara í góðum aðstæðum þó að maður lendi í að vera með svona mörgum,“ segir Leifur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

86 mál skráð hjá lögreglunni

07:29 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt því alls skráði hún 86 mál á þessu tímabili. Í öllum hverfum þurftu lögreglumenn að sinna mörgum kvörtunum um hávaða í tónlist úr heimahúsum, hávaða vegna framkvæmda á vinnustöðum og frá skemmtistöðum. Meira »

Skýjað sunnan- og austanlands

07:09 Spáð er hægri breytilegri átt eða hafgolu og skýjuðu veðri eða úrkomulitlu sunnan- og austanlands.  Meira »

Lögreglan lýsir eftir Heiðrúnu

00:37 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Heiðrúnu Kjartansdóttur, 41 árs, en síðast er viðtað um ferðir hennar síðastliðinn miðvikudag. Meira »

Blóð úr ófæddum tvíbura

Í gær, 22:15 Þekkt er að blóðgjöf örvar súrefnisflæði og getur haft góð áhrif fyrir keppni. Þegar blóðprufa leiddi í ljós blóð í æðakerfinu sem ekki var úr honum sjálfum gáfu menn sér að hjólreiðamaðurinn Tyler Hamilton hefði beitt þessari aðferð. Svo var ekki, alltént ef marka má Hamilton sjálfan. Meira »

Móttaka nýs Herjólfs: Myndasyrpa

Í gær, 21:22 Tekið var á móti nýjum Herjólfi við hátíðlega athöfn í Friðarhöfn í Vestmannaeyjum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson afhenti Vestmannaeyingum nýja ferju og Katrín Jakobsdóttir nefndi hana formlega. Meira »

Að öðlast heyrn og mannréttindi

Í gær, 20:47 Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Þrír skiptu með sér lottópottinum

Í gær, 20:08 Þrír heppnir miðaeigendur skiptu með sér sjöföldum lottópotti kvöldsins, sem hljóðaði upp á rúmar 100 milljónir, og fær hver þeirra rúmlega 34,5 milljónir króna í vinning. Meira »

Fimm í bílveltu á Vesturlandi

Í gær, 19:55 Fimm manns voru í bíl sem valt á Snæfellsvegi skammt frá bænum Gröf í Eyja- og Miklaholtshreppi á sjöunda tímanum í kvöld.  Meira »

Gekk upp og niður Esjuna í sólarhring

Í gær, 19:07 „Ég ligg bara og tek því mjög rólega. Ég stend eiginlega ekki í lappirnar ef ég á að vera hreinskilinn,“ segir Svanberg Halldórsson í samtali við mbl.is. Hann náði því ótrúlega afreki að ganga upp og niður Esjuna tólf sinnum í einum rykk og er því líklega íslandsmethafi í Esjugöngu. Meira »

Hvaða hlutverki gegnir þjóðkirkjan?

Í gær, 18:15 Þjóðkirkjan er stærst trúfélag á Íslandi og kemur að lífi margra á hverjum degi. Hlutverk hennar hefur breyst í gegnum árin. Hér verður hlutverk hennar í íslensku samfélagi skoðað frá mismunandi sjónarhornum. Meira »

Fjölmennt á torfærukeppni Bíladaga

Í gær, 17:50 Torfærukeppni Bíladaga á Akureyri stendur nú yfir á þessari árlegu hátíð sem haldin er um helgina. Mikill fjöldi fólks er mættur til að horfa á ökumenn sýna listir sínar og er stemningin góð. Þór Þormar Pálsson var fljótastur í tímabraut og kom í mark á 46 sekúndum. Meira »

„Hér eru allir í skýjunum“

Í gær, 17:37 „Þetta var í alla staði frábær dagur. Við fengum hér stútfulla hafnarstétt af fólki, athöfnin sjálf var frábær og hér eru allir í skýjunum,“ segir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs, um móttöku skipsins í samtali við mbl.is. Meira »

Ríkisvæðingarstefna dauðans

Í gær, 16:30 Bæklunarsérfræðingarnir Ágúst Kárason og Ragnar Jónsson, sem einnig er lögfræðingur, eru afar ósáttir við nýja heilbrigðisstefnu heilbrigðisráðherra. Ekkert samráð var haft við sérfræðinga og segja þeir ógerlegt að færa allar aðgerðir inn á spítalana. Meira »

Fékk sér Billie Eilish-tattú

Í gær, 16:10 Allt bendir til þess að Birta Líf Bjarkadóttir sé helsti aðdáandi poppstjörnunnar bandarísku Billie Eilish hér á landi. Vitnisburður um það er nýja húðflúrið hennar Birtu, sem er mynd af Billie. Meira »

300 hlupu kvennahlaup á Akureyri

Í gær, 15:30 Kvennahlaupið fór fram í þrítugasta sinn í blíðskaparveðri um allt land, en frábær þátttaka var í hlaupinu og talið er að 10.000 konur hafi tekið þátt í því á yfir 80 stöðum um land allt og víða erlendis. Meira »

Fjárlaganefnd bara að „bora í nefið“

Í gær, 14:43 Á meðan þingið bíður eftir að fjármálaáætlun komi frá fjárlaganefnd bíður fjárlaganefnd eftir gögnum frá fjármálaráðuneytinu til að vinna úr. Nefndin er í „algerri biðstöðu,“ segir Björn Leví Pírati. Meira »

Rigningin stoppaði stutt við

Í gær, 14:17 Þau tíðindi urðu á öðrum tímanum í dag að regnskúr gerði á höfuðborgarsvæðinu. Rigningin stoppaði þó stutt við en ekki hefur rignt að ráði undanfarnar vikur. Meira »

Hefur verið á göngu síðan átta í gær

Í gær, 13:00 Einar Hansberg Árnason hefur gengið 50 kílómetra síðan klukkan átta í gærkvöldi. Hann á 50 kílómetra fram undan. Hann er í sérstöku þyngdarvesti og stoppar á tveggja tíma fresti og tekur æfingu. Meira »

Eðlilegt að E. coli greinist í kjöti

Í gær, 12:56 „Nei í sjálfu sér ekki. Það er eðlilegt því E. coli er í þarmaflóru nautgripa og sauðfjár og hluti þeirra getur borið shigatoxín,“ segir Dóra Gunnardóttir, forstöðumaður neytendaverndar Matvælastofnunar, spurð hvort það hafi komið á óvart að shigatoxínmyndandi E.coli (STEC) hafi fundist í kjöti á markaði. Meira »