Allir vilja upp við bestu aðstæðurnar

Mynd sem Leifur tók á fimmtudag af suðurtindi Everest sýni ...
Mynd sem Leifur tók á fimmtudag af suðurtindi Everest sýni halarófu fjallgöngumanna alveg að norðurtindinum. Ljósmynd/Leifur Örn Svavarsson

Fjallgöngumaðurinn Leifur Örn Svavarsson, sem stóð á toppi Everest fjalls ásamt Lýði Guðmundssyni í vikunni, segir að enginn óski sér þess, hvað þá Íslendingar sem séu vanir því að vera einir á fjöllum, að vera á hæsta punkti veraldar í mannmergð. Það skemmi aðeins upplifunina.

Í samtali við mbl.is frá Nepal ræðir Leifur um ferðalagið og þá fordæmalausu stöðu sem kom upp á Everest í vikunni, er fleiri en 200 göngumenn héldu á tindinn sama daginn, tvo daga í röð.

„Við erum búnir að vera seinustu átta daga bara á stanslausu ferðalagi, að ganga upp og niður fjallið,“ segir Leifur og bætir við að það hafi verið mjög krefjandi, en Leifur Örn og Lýður eru búnir að vera alls hátt í 60 daga á ferðalagi, með það að markmiði að klífa hæsta fjall heims og það náðist síðasta fimmtudag, 23. maí.

Leifur Örn hafði farið áður á tindinn, en Lýður var að fara í fyrsta sinn og með því að fara Everest varð hann þriðji Íslendingurinn sem hefur náð hinni svokölluðu „ævintýra-stórslemmu“, sem felst í því að ganga hæstu tinda allra heimsálfa og inn á báða pólana. Einungis Haraldur Örn Ólafsson og Leifur Örn sjálfur höfðu áður náð að ljúka því afreki.

Lýður, sem er þekktur úr heimi íslenskra viðskipta og oft kenndur við fyrirtækið Bakkavör, hefur unnið að markmiði sínu í meira en áratug og Leifur Örn hefur verið honum til halds og trausts í mörgum ævintýraferðum.

Leifur Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumaður.
Leifur Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumaður. mbl.is/Styrmir Kári

Ferðin dróst vegna veðurskilyrða

Leifur Örn segir þá hafa stefnt á Everest í mörg ár og er ánægður með að settu marki sé náð. Hann segir ferðalagið þó hafa verið lengra en búist var við, þar sem veðurskilyrði hafa um nokkurt skeið verið óhagstæð til þess að gera atlögu að toppi fjallsins.

„Það kom fellibylur inn á Indlandshaf, sem að olli mjög vondu veðri í miðju tímabilinu,“ segir Leifur, en veðuraðstæðurnar ollu því að sjerparnir gátu ekki fest fasta línu upp á topp fjallsins á áætluðum tíma. Þegar línan var svo komin upp náðu örfáir hópar að fara upp á topp strax í kjölfarið, en síðan þá hafa veðurskilyrðin verið óhagstæð.

Mynd sem Leifur birti á Instagram 29. apríl síðastliðinn af ...
Mynd sem Leifur birti á Instagram 29. apríl síðastliðinn af förinni í gegn um Khumbu-ísfallið. Ljósmynd/Leifur Örn Svavarsson

„Svo kemur bara enginn veðurgluggi fyrr en núna 22. og 23. maí, sem var mjög seint,“ segir Leifur og bætir við að þessir tveir dagar hafi sennilega verið þeir annasömustu á fjallinu fyrr og síðar.

„Þú þarft að fara aftur til 2012 til þess að finna dag þar sem yfir 200 manns gengu á tindinn, en þessa tvo daga fór fjöldinn vel yfir það og það mun örugglega taka einhvern tíma að taka það saman hversu margir fóru raunverulega á tindinn þessa tvo daga,“ segir Leifur.

Hann segir eðlilegt að svona margir hafi lagt í hann á sama tíma núna þegar að allir hafi tæknina til þess að fylgjast með veðurspám og meta hvenær best sér að fara – og að allt hafi þetta gengið, þrátt fyrir margmennið.

„Þetta er fólk sem er búið að leggja mjög mikið undir, fjárfestingu og líkamsæfingu og fleira, og svo búið að vera þarna í tvo mánuði í að láta líkamann aðlagast hæðinni. Auðvitað vilja allir fá dagana þar sem aðstæður eru bestar,“ segir Leifur, en frostið við topp fjallsins er tæpar 30 gráður.

Þessa mynd tók Leifur Örn á páskadag í grunnbúðum Everest.
Þessa mynd tók Leifur Örn á páskadag í grunnbúðum Everest. Ljósmynd/Leifur Örn Svavarsson

„Ef það er mikill vindur í svona kulda þá eru þetta óbærilegar aðstæður,“ bætir hann við og segir jafnframt að hann sé hugsi yfir hálfgerðri „gildru“ sem sé í veðurspám morgundagsins, en þá á vind að lægja í skamman tíma, en þó nógu langan til þess að einhverjir gætu talið sig geta náð toppnum, sem gæti reynst hættulegt.

Enginn vill fara í hættulegri aðstæðum

Leifur Örn leynir því ekki að fjöldinn hafi aðeins dregið úr upplifuninni, en hann og Lýður lögðu mjög snemma af stað, voru komnir á toppinn við birtingu og losnuðu því að miklu leyti við biðir og raðir við topp fjallsins.

„Svona fjallganga er gríðarlega erfið og það óskar enginn þess að fá þessa upplifun, eins og við sem erum Íslendingar og vanir því að vera á fjöllum bara í friði, að lenda í því að það séu svona margir að fara á tindinn á sama degi, en svona er þetta bara. Og þetta gekk bara alveg upp. En þetta skemmir náttúrlega dálítið upplifunina fyrir manni, að það séu svona margir að fara á sama tíma.

En það er skiljanlegt, ekki vill maður sjálfur breyta til og fara í hættulegri aðstæðum til þess að vera með færra fólki, heldur vill maður frekar fara í góðum aðstæðum þó að maður lendi í að vera með svona mörgum,“ segir Leifur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýrra loftslag ógnar framtíð jökla

07:37 Líklega voru litlir sem engir jöklar hér á landi snemma á yfirstandandi hlýskeiði, fyrir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jöklarnir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breytilegir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tómasar Jóhannessonar, fagstjóra á sviði jöklafræði hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Rok og rigning á morgun

06:56 Víðáttumikil lægð með allhvössum vindi fer fram hjá landinu aðra nótt og á morgun. Búast má við vindi allt að 20 m/s með suðurströndinni og dálítilli úrkomu á Suðaustur- og Austurlandi með. Meira »

Tjónvaldur 17 ára og í vímu

06:50 Sautján ára ökumaður sem var undir áhrifum fíkniefna er talinn bera ábyrgð á árekstri tveggja bifreiða á Dalvegi í Kópavogi um kvöldmatarleytið í gær. Ung stúlka sem ekki er komin með bílpróf ók bifreið út af á Heiðmerkurvegi síðdegis í gær. Meira »

Ógnað með eggvopni

06:32 Leigubílstjóra var ógnað með eggvopni og hótað að stinga hann með sprautunál í nótt af pari sem neitaði að greiða bílstjóranum fyrir akstur í Grafarvoginn. Hann tilkynnir um greiðslusvik og hótanir. Hafði ekið pari að ákveðnu húsi og er hann krafði manninn um greiðslu ógnaði maðurinn honum með eggvopni og konan hótað að stinga hann með nál. Málið er í rannsókn.   Meira »

Tvö útköll TF-GRO í gær

05:54 TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti í gærkvöld veikan farþega skemmtiferðaskips um 25 sjómílur suðaustur af Surtsey. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni frá áhöfn skipsins um að nauðsynlegt væri að koma farþeganum undir læknishendur í landi. Meira »

Líður illa vegna eldanna

05:30 „Þetta er það eina sem fólk ræðir um á götunum. Það fylgir því kannski ekki hræðsla heldur frekar óþægindatilfinning að upplifa þrjá stóra gróðurelda á stuttum tíma.“ Meira »

Dreymt um að heimsækja Ísland

05:30 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir það alltaf hafa verið draum sinn að heimsækja Ísland og það sé heiður að fá að kynnast hér kvenleiðtoga sem horfi björtum augum til framtíðar. Meira »

Geislavirk efni ekki skapað hættu hér

05:30 Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.  Meira »

Vilja innheimtugátt á Akranesi

05:30 Áhugi er á því í bæjarstjórn Akraness að svokölluð innheimtugátt fyrir hugsanleg veggjöld, sektir, rekstur bílastæðasjóða og fleira verði staðsett í bæjarfélaginu. Meira »

Þurrviðrið hefur verið slæmt fyrir spánarsnigla

05:30 Þurrkurinn sunnanlands í sumar hefur verið Spánarsniglum óhagstæður, að sögn dr. Erlings Ólafssonar, skordýrafræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Meira »

Börn bíða í allt að 14 mánuði

05:30 „Geðteymi eða sálfræðingar hafa hingað til ekki sinnt nánari greiningu á þroskaröskun hjá börnum, ekki frekar en skólasálfræðingar sem framkvæma frumgreiningar og vísa svo börnunum til okkar í Þroska- og hegðunarstöðina.“ Meira »

444 hælisumsóknir borist á þessu ári

05:30 Tímabilið janúar til júlí 2019 voru umsóknir um hæli hér á landi alls 444 og eru umsækjendur af um 60 þjóðernum. Er fjöldi umsókna nokkuð meiri nú en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust. Meira »

Andlát: Steinar Farestveit

05:30 Steinar Farestveit, fyrrverandi yfirverkfræðingur Stokkhólmsborgar, andaðist í Stokkhólmi 6. ágúst, 84 ára að aldri.   Meira »

Þrjár milljónir vegna leiðsöguhunds

Í gær, 23:34 Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fagnar áttatíu ára afmæli í dag. Í tilefni dagsins veitti Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, félaginu þriggja milljóna króna styrk til kaupa og þjálfunar á leiðsöguhundi. Meira »

Sótti veika konu í skemmtiferðaskip

Í gær, 22:58 Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti eldri konu sem hafði veikst um borð í skemmtiferðaskipi fyrir sunnan Vestmannaeyjar í kvöld. Meira »

Slysagildra í Grafarvogi

Í gær, 22:17 Mbl.is fékk á dögunum ábendingu um hættulegar aðstæður sem hefðu myndast við gangbraut yfir Strandveg í Grafarvogi. Hátt gras í vegkantinum byrgir ökumönnum sýn og á meðfylgjandi mynd sést, eða sést ekki, þar sem 8 ára gamall drengur er að hjóla að gangbrautinni. Meira »

Jón hefur verið rakari á Akranesi í 70 ár

Í gær, 22:04 Hinn 1. september næstkomandi verða 70 ár frá því Jón Hjartarson byrjaði að klippa hár á Akranesi og hann er enn að á stofu sinni, Hárskeranum, þar sem áður var mógeymsla. Meira »

Taka af öll tvímæli í bréfi

Í gær, 21:57 Friðrik Árni Friðriksson Hirst landsréttarlögmaður og Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, taka af öll tvímæli um að nauðsynlegir fyrirvarar við innleiðingu þriðja orkupakkans hafi verið settir fram nógu skilmerkilega í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd Alþingis síðdegis í dag. Meira »

Tímaspursmál hvenær verður banaslys

Í gær, 21:30 Landbúnaðarháskóli Íslands stefnir að því að hefja kennslu fyrir trjáfræðinga eða arborista á næsta ári. Þetta staðfestir Ágústa Erlingsdóttir skrúðgarðyrkjumeistari sem sér um skipulagningu á ráðstefnu með yfirskriftina „Trjáklifur á Íslandi“ sem haldin verður á morgun. Meira »
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...
Skápur úr furu
Gæti hentað í sumarhúsið. S. 8691204...
Bilskúr, geymsla Hvalvik 4 Keflavík
26 fm upphitað geymsluhúsnæði í Reykjanesbæ. Verð 40 000 á mánuði með húsgjöldum...