Borgarbókasafnið fékk 18,5 milljónir

Kátir styrkþegar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er neðst í stiganum. 97,5 …
Kátir styrkþegar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er neðst í stiganum. 97,5 milljónum var úthlutað í Alþingishúsinu í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Dagur barnsins er í dag. Styrkjum var úthlutað úr Barnamenningarsjóði í Alþingishúsinu um hádegi við það tilefni. 36 voru styrkirnir, að heildarupphæð 97,5 milljónir. Umsóknirnar voru 108.

Borgarbókasafnið hlaut 18,5 milljónir í verkefnið „Söguheiminn Nord.“ Árnastofnun fékk 9,3 milljónir í verkefnið „Handritin til barnanna.“ Listasafn Íslands fékk 5,3 milljónir til styrktar „menntunar barna í söfnum“. Og Unglingurinn í Reykjavík fékk 5 milljónir í verkefnið „Unglingurinn á Íslandi.“

Fjöldi annarra fyrirtækja og stofnana fengu styrk, sem má lesa um hér.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra voru við athöfnina í Alþingishúsinu. Barnamenningarsjóður Íslands var stofnaður í tilefni aldarafmælis fullveldisins í samræmi við ályktun Alþingis á hátíðarfundi 18. júlí 2018 og er átaksverkefni til fimm ára.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert