Dúxinn með 9,83 í MH

Frá vinstri Guðrún Sunna Jónsdóttir dúx, Steinn Jóhannsson rektor og …
Frá vinstri Guðrún Sunna Jónsdóttir dúx, Steinn Jóhannsson rektor og Eyja Camille P. Bonthonneau semídúx. Ljósmynd/Menntaskólinn við Hamrahlíð

126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9.

Dúx skólans var af náttúrufræðibraut, stúlka að nafni Guðrún Sunna Jónsdóttir. Hún fékk 9,83 í meðaleinkunn og lauk 243 einingum. Hún hlaut sérstakar viðurkenningar fyrir ágætan námsárangur í jarðfræði, líffræði og spænsku.

Semídúxinn var Eyja Camille P. Bonthonneau sem útskrifaðist einnig af náttúrufræðibraut. Hún var með 9,49 í meðaleinkunn og hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir árangur í stærðfræði.

126 brautskráðust á laugardag.
126 brautskráðust á laugardag. Ljósmynd/Menntaskólinn við Hamrahlíð

Fyrir utan þá sem útskrifuðust af opinni braut útskrifuðust 34 af náttúrufræðibraut, 19 af IB-braut, 14 af málabraut, 10 af félagsfræðabraut, 4 af listdansbraut og 2 með framhaldsskólapróf.

Ávarp fyrir hönd nýstúdenta fluttu Laufey Ósk og Guðni Thorlacius. Bolli Héðinsson, fulltrúi 45 ára stúdenta, flutti einnig ávarp svo og fulltrúar 40 ára stúdenta, Runólfur Pálsson læknir og Hallgrímur Helgason rithöfundur. Þeir færðu skólanum að gjöf mynd eftir Hallgrím sjálfan. Brynhildur Björnsdóttir formaður Nemenda- og hollvinasamtaka MH flutti einnig ávarp.

Steinar Jóhannsson rektor tekur við gjöf Hallgríms Helgasonar og Runólfs …
Steinar Jóhannsson rektor tekur við gjöf Hallgríms Helgasonar og Runólfs Pálssonar 40 ára stúdenta. Málverkið er eftir Hallgríms Helgasonar. Ljósmynd/Menntaskólinn við Hamrahlíð
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert