Harður árekstur í Árbæ

Þrír voru fluttir til aðhlynningar.
Þrír voru fluttir til aðhlynningar. Eggert Jóhannesson

Harður árekstur varð þegar tveir bílar skullu saman á mótum Hraunbæjar og Bitruháls í Árbænum í Reykjavík á sjötta tímanum í dag. Farþegar voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar. Þrír hlutu minni háttar meiðsl.

Bifreiðarnar eru sagðar töluvert skemmdar.

Tvær sjúkrabifreiðar voru sendar á vettvang þegar tilkynning barst um áreksturinn upp úr fimm í dag. Einnig var dælubifreið send á vettvang til að sinna hreinsunarstörfum.

Áreksturinn varð hér, á mótum Hraunbæjar, Bitruháls og Bæjarháls.
Áreksturinn varð hér, á mótum Hraunbæjar, Bitruháls og Bæjarháls. Skjáskot/Google Maps
mbl.is