Minnihlutinn leggst gegn tafagjöldum

Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei mælst meiri í sögu landsins.
Umferð á höfuðborgarsvæðinu hefur aldrei mælst meiri í sögu landsins. mbl.is/​Hari

Fulltrúar minnihlutans í Reykjavíkurborg lýsa sig andvíga hugmyndum meirihlutans um tafa- og mengunargjöld af umferð.

Eyþór Arnalds, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, telur slíka gjaldtöku fela í sér ójafnræði gagnvart íbúum mismunandi landshluta.

„Það kemur ekki til greina að Reykvíkingar, eða íbúar á höfuðborgarsvæðinu, séu tvírukkaðir,“ segir Eyþór og bendir á núverandi gjöld á eldsneyti og ökutæki.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, segir andúð meirihlutans í borginni á fjölskyldubílnum „jaðra við þráhyggju“. „Þau leita allra leiða til að hindra að bílum sé ekið í miðborgina,“ segir Kolbrún.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, efast um lögmæti tafagjalda á umferð, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »