Opna þrem vikum fyrr en vanalega

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Fyrstu hálendisvegir hafa verið opnaðir fyrir almenna umferð. Er það óvenju snemma.

Leiðin frá Sigöldu inn í Landmannalaugar var opnuð fyrir helgi. Er það um þremur vikum fyrr en algengast hefur verið á undanförnum árum. Dómadalsleið er þó enn lokuð, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Skálaverðir Ferðafélags Íslands voru nýlega komnir til starfa þegar leiðin var opnuð. „Við erum farnir að sjá einstaka bílaleigubíl. Flestir fara í laugarnar og stoppa í nokkra klukkutíma,“ segir Anders Sigþórsson skálavörður en bætir því við að fólk komi einnig í gistingu og tjaldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert