Óvenjumargir með góða skólasókn

Brautskráning þessi var sú síðasta með tveggja anna fyrirkomulagi frá …
Brautskráning þessi var sú síðasta með tveggja anna fyrirkomulagi frá FG. Ljós­mynd/​Gunn­ar H. Ársæls­son

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ brautskráði 68 nemendur á laugardag og fengu óvenjumargir viðurkenningu fyrir góða skólasókn að þessu sinni, eða þrettán nemendur.

Dúx skólans að þessu sinni var Birna Filippía Steinarsdóttir, nemi af viðskiptasviði alþjóðabrautar skólans. Auk hennar hlaut fjöldi annarra nemenda verðlaun fyrir góðan námsárangur.

Brautskráning þessi var sú síðasta með tveggja anna fyrirkomulagi frá FG, að minnsta kosti í bili, en í haust hefst tilraun skólans með þriggja anna kerfi. Veður þá um að ræða haustönn, miðönn og vorönn og verða þær um 12 vikur hver að lengd.

Dúx skólans, Birna Filippía, ásamt Kristni Þorsteinssyni skólameistara.
Dúx skólans, Birna Filippía, ásamt Kristni Þorsteinssyni skólameistara. Ljós­mynd/​Gunn­ar H. Ársæls­son
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert