Slydda fyrir norðan

Áfram verður gott veður á Suður- og Vesturlandi en síðra …
Áfram verður gott veður á Suður- og Vesturlandi en síðra annars staðar. mbl.is/​Hari

Ákveðnar norðlægar áttir og svalt í veðri næstu daga, einkum þó fyrir norðan. Skúrir eða dálítil slydduél á Norður- og Austurlandi, annars yfirleitt bjart en stöku síðdegisskúrir. Lægir á uppstigningardag, rofar til og hlýnar heldur, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðan 5-13 m/s og dálítil slydda öðru hvoru NA-lands, annars bjart með köflum, en skúrir SA-til. Hiti 7 til 15 stig í dag, en 1 til 6 stig NA-lands.
Norðan 8-15 á morgun og skúrir eða él á N-verðu landinu, yfirleitt léttskýjað syðra, en stöku skúrir syðst. Heldur kólnandi veður.

Á þriðjudag:
Norðan 8-15 m/s, hvassast austast og dálítil slydda eða snjókoma öðru hvoru NA-lands. Víða bjartviðri annars staðar, en líkur á skúrum allra syðst. Hiti frá frostmarki í innsveitum NA-til, upp í 12 stig syðra. 

Á miðvikudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s og skúrir eða él NA-til, en annars bjart með köflum. Hiti 1 til 11 stig, hlýjast syðst. 

Á fimmtudag (uppstigningardag):
Yfirleitt hægir vindar og bjartviðri, en norðankaldi og skýjað með A-ströndinni. Heldur hlýnandi veður. 

Á föstudag og laugardag:
Austlæg átt með dálítilli rigningu syðst á landinu, en skýjað og þurrt annars staðar. Svalt fyrir austan, en annars milt veður. 

Á sunnudag (sjómannadaginn):
Útlit fyrir norðaustanátt og kólnandi veður, en úrkomulaust að kalla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert