Viðmið ölvunar verði óbreytt

Vinna lögreglu við minni brot hefði að óbreyttu aukist mjög.
Vinna lögreglu við minni brot hefði að óbreyttu aukist mjög. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis leggur til að fallið verði frá áformum um að lækka leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns og gera það refsivert ef magn vínanda í blóði mælist meira en 0,2 prómill.

Mælt er með því að núverandi verklag lögreglu gildi áfram. Í stjórnarfrumvarpi til nýrra umferðarlaga er lagt til að leyfilegt hámarksmagn vínanda í blóði ökumanns verði lækkað úr 0,5 í 0,2 prómill. Þó þannig að ökumaður verði ekki sviptur ökurétti við fyrsta brot þótt áfengismagn mælist minna en 0,25 prómill.

Brotin yrðu tvöfalt fleiri

Í nefndaráliti umhverfis- og samgöngunefndar sem allir nefndarmenn standa að kemur fram að allt að helmingur þeirra ökumanna sem lögregla hefur afskipti af vegna ölvunaraksturs sé með minna en 0,5 prómilla áfengismagn í blóði. Breytingin myndi því auka vinnu fyrir lögregluna vegna væntanlegrar fjölgunar brota og hærra flækjustigs. Bent er á að samkvæmt núverandi verklagi lögreglu væri ökumanni sem mældist með yfir 0,29 prómilla áfengismagn en undir 0,45 gert að hætta akstri en ekki aðhafst frekar. Þeir sem mældust með 0,29 prómill eða minna fengju að halda för sinni áfram, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert