Aðstæður í Hvassahrauni skoðaðar

Hvassahraun.
Hvassahraun. mbl.is/Árni Sæberg

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra vonast til þess að starfshópur sem falið var að skoða hugmyndir um að færa alþjóðaflugvöllinn yfir í Hvassahraun skili niðurstöðum innan nokkurra vikna.

Starfhópinn skipaði Sigurður Ingi til þess að skoða eldri hugmyndir um ávinning þess að alþjóðaflugvöllur yrði staðsettur í Hvassahrauni og huga að staðsetningu innanlandsflugvallar á höfuðborgarsvæðinu.

Þegar niðurstaða starfshópsins liggur fyrir og fyrsta flugstefna Íslands hefur litið dagsins ljós vonast Sigurður Ingi til þess að loks verði hægt að bera saman epli og epli og taka ákvarðanir í framhaldinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert