Báru gert að eyða upptöku

Bára Halldórsdóttir.
Bára Halldórsdóttir. mbl.is/Eggert

Aðeins Bára Halldórsdóttir þarf að eyða upptökunum sínum af samtali sex þingmanna á vínveitingastaðnum Klaustri. Þetta kemur fram í svari Persónuverndar við fyrirspurn fréttastofu RÚV en stofnunin segir að úrskurður hennar í Klausturmálinu nái aðeins til þeirra sem aðild áttu að málinu.

Þetta kemur fram á vef RÚV.

Stjórn Per­sónu­vernd­ar komst að þeirri niður­stöðu í síðustu viku að Bára Hall­dórs­dótt­ir hefði brotið af sér þegar hún tók upp sam­tal þing­manna Miðflokks­ins á Klaustri í lok nóv­em­ber á síðasta ári. Henni var ekki gert að greiða sekt.

Úrskurður Persónuverndar

Bára sendi upptökurnar til DV og Stundarinnar sem birtu fréttir upp úr henni og samkvæmt frétt RÚV fékk lagaskrifstofa Alþingis einnig afrit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert