Stefna að tveimur verksmiðjum á ári

Gestum sýnd metanólverksmiðjan í Svartsengi.
Gestum sýnd metanólverksmiðjan í Svartsengi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Carbon Recycling International, CRI, sem rekur metanólverksmiðju í Svartsengi, stefnir að því að gera samninga á næstunni um fleiri metanólverksmiðjur í Kína, í kjölfar samninga um verksmiðju sem nú er unnið að.

Einnig er unnið að sambærilegum verkefnum í Evrópu. Stefnt er að því að hefja tvö ný verkefni á ári, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ætlunin er að ljúka samningum um fyrstu verksmiðjuna í Kína í sumar en hún er á vegum efnaframleiðandans Henan Shuncheng Group. Hún mun geta unnið metanól úr vetni og koltvísýringi. Það tekur um tvö ár að hanna verksmiðjuna og setja hana upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert