36 brautskráðust í Mosfellsbæ

Útskriftarnemarnir í dag.
Útskriftarnemarnir í dag. Ljósmynd/Aðsend

Alls brautskráðust 36 nemendur frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í dag við hátíðlega athöfn.

Þrír útskrifuðust af sérnámsbraut, fimm af náttúrufræðibraut, tuttugu og sex af opinni stúdentsbraut og tveir af félags- og hugvísindabraut, að því er segir í tilkynningu.

Útskriftarnemendum voru veittar viðurkenningar fyrir góðan námsárangur.

Hálfdan Andri Henrysson fékk viðurkenningar fyrir góðan námsárangur í dönsku, jarðfræði og náttúrufræði og Thelma Rut Davíðsdóttir hlaut viðurkenningar í dönsku, íslensku, spænsku, ensku, efnafræði og í raungreinum.

Fyrir góðan námsárangur í umhverfisfræði fékk Alexandra Ivalu J. Einarsdóttir viðurkenningu og Fanney Ósk Bjarnadóttir fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í listgreinum. Fyrir góðan námsárangur í listasögu fékk Kristín Unnur Möller viðurkenningu og Sverrir Haraldsson fékk viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sögu.

Ragnar Bjarni Zoega Hreiðarsson fékk viðurkenningu fyrir störf í þágu nemendafélags FMOS.

Verðlaun fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi fékk Thelma Rut Davíðsdóttir og hlaut hún einnig menntaverðlaun Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert