Fáir karlar fræddir um áreitni og einelti

Gyða Kristjánsdóttir
Gyða Kristjánsdóttir

Samkvæmt nýrri könnun Hagvangs og Zenter-rannsókna hefur 71% karla ekki fengið fræðslu um kynferðislega áreitni og einelti á sínum vinnustað.

Aðrar helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að bæði 5% karla og kvenna höfðu orðið fyrir einelti á vinnustað, og 10% svarenda höfðu orðið vitni að einelti bara á síðasta ári. Þá höfðu 29% svarenda orðið fyrir óæskilegri hegðun en ekki látið vita af henni. Þá var sérstaklega spurt um áhrif MeToo-byltingarinnar, og voru 35% svarenda sammála því að samskipti væru orðin betri eftir MeToo-byltinguna.

Í umfjöllun um mál þetta í ViðskiptaMogganum í dag segir Gyða Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá Hagvangi, að 55% svarenda hafi talið að líkurnar á að tilkynna mál eins og þessi sem nefnd eru hér á undan, ykjust ef boðið væri upp á að tilkynna þau til óháðs aðila.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert