Á Íslandi get ég verið ég sjálfur

Thomasi líður vel á Ströndum.
Thomasi líður vel á Ströndum.

„Ég kom fyrst hingað í Norðurfjörð fyrir þremur árum en það eru fimm ár frá því ég kom fyrst til Íslands,“ segir Thomas Elguezabal, franskur göngugarpur sem hefur tekið ástfóstri við Ísland og eyðir öllum sínum frítíma á Ströndum, fjarri ys og þys höfuðborgarinnar, þar sem hann starfar yfir vetrartímann.

„Þetta er þriðja sumarið mitt hér á Ströndum, ég kann vel við fámennið og friðsældina. Svo ekki sé talað um náttúrufegurðina. Ég veit fátt betra en að ganga dögum saman einn á fjöllum og ég kom einmitt fyrst hingað einn gangandi yfir fjöllin frá Hólmavík. Ég staldraði við í Djúpavík og hélt áfram yfir fleiri fjöll til Norðurfjarðar. Hér ætlaði ég að birgja mig upp af mat áður en ég færi gangandi á Hornstrandir. Til stóð að staldra hér við í tvo daga en ég ílengdist og var í tuttugu daga. Ég kynntist öllu yndislega fólkinu sem býr hérna og einstöku samfélagi þess,“ segir Thomas sem á þessum tíma talaði litla ensku.

„En nú er ég búinn að læra ensku og ég er líka að læra íslensku, en þið Íslendingar talið svo hratt og harkalega,“ segir Thomas sem strax á þessum fyrstu dögum á Ströndum tók til við að tína rusl meðfram strandlengjunni. „Þetta er mín leið til að gefa til baka til samfélagsins, leggja mitt af mörkum til að halda umhverfinu hreinu.“

Þegar Thomas loks lagði upp í Hornstrandagönguna varð hann heillaður af landslaginu.

Sjá viðtal við franska göngugarpinn í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert