Umferðin fer til bráðabirgða um nýjan Ölfusveg

Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar ganga vel.
Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar ganga vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegna framkvæmda við breikkun Suðurlandsvegar frá Varmá við Hveragerði og langleiðina að Kotstrandarkirkju hefur umferðinni verið beint framhjá.

Hún fer um svokallaðan Ölfusveg sem verður hliðarvegur fyrir bæina við Suðurlandsveg og mun liggja að Selfossi með tíð og tíma.

Ölfusvegur mun fækka mjög tengingum inn á Suðurlandsveg. Hann er það breiður að hægt verður að koma þar fyrir hjólabraut. Góður gangur er í framkvæmdum og er áætlað að færa umferðina í sinn fyrri farveg 15. september. Þá verði næsti áfangi, að Biskupstungnabraut, boðinn út.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert