„Vonin lifir um að loka málinu“

Jón Þröstur Jónsson.
Jón Þröstur Jónsson.

Maður verður bara að bíða og vona og reyna að vera jákvæður. Vonin lifir um að loka málinu einhvern veginn,“ segir Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin í Írlandi fyrir rúmum þremur mánuðum.

Engar nýjar upplýsingar hafa komið fram um það hvar Jón er að finna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. „Það er í raun sama staðan uppi, sama gamla harkið, að halda samskiptum og vona það besta. Málið er auðvitað opið og allt það, það er kannski von á einhverjum fréttum fljótlega.“

Davíð segir að fjölskyldan fái reglulega skilaboð og símtöl varðandi málið. „Það verður erfiðara eftir því sem tíminn líður að halda þrótti en okkur er sýndur mikill stuðningur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert