„Enginn vafi um launabreytingar“

Fjármálaráðuneytið segir kjararáð hafa fylgt lögum.
Fjármálaráðuneytið segir kjararáð hafa fylgt lögum. ml.is/Þorkell Þorkelsson

Enginn vafi er um til hverra launahækkanir kjararáðs 2011 náðu þar sem þær náðu til allra sem undir ráðið heyra. Þetta er mat fjármálaráðuneytisins og kemur fram í tölvupósti frá ráðuneytinu til mbl.is. Þá telur ráðuneytið að ákvörðun ráðuneytisins sé í fullu samræmi við lög.

„Ekki verður séð að kjararáð hafi, í tengslum við umrædda ákvörðun, brotið gegn reglum stjórnsýsluréttar um skráningu upplýsinga, leiðbeiningarskyldu sinni eða skyldu til birtingar ákvarðana sinna og úrskurða samkvæmt þágildandi lögum,“ segir í tölvupóstinum.

Er sagt frá því að úrskurðurinn var birtur á vef kjararáðs auk þess sem ráðuneytið bendir á að enginn vafa leiki á „til hverra þær launabreytingar sem leiða af ákvörðuninni tóku. Í ákvörðuninni kom fram að launalækkanir þeirra sem heyrðu undir kjararáð sem ákveðnar voru 1. janúar 2009 gengju til baka.“

Í úrskurðinum eru þó störf ekki sundurgreind eins og er að finna í öðrum úrskurðum ráðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert