Krónutöluhækkun í samningum SSF

Frá undirritun samninganna í dag.
Frá undirritun samninganna í dag. Ljósmynd/Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) og Samtök atvinnulífsins undirrituðu í dag nýjan kjarasamning sem gildir frá fyrsta apríl þessa árs til fyrsta nóvember 2022. Segjast SSF hafa lagt áherslu á hækkun lægri launa, styttri vinnuskyldu meðal annars með mögulegri frítöku að vetri, ákvæði um fastlaunasamninga, stöðugleika og bætta velferð.

Þetta kemur fram á vef samtakanna.

Allar launahækkanir samninganna eru krónutöluhækkanir og verður almenn launahækkun frá fyrsta apríl á þessu ári 17.000 krónur. 18.000 krónur frá sama tíma á næsta ári, 15.750 krónur fyrsta janúar 2021 og 17.250 krónur í ársbyrjun 2022.

Þá hækkar desemberuppbót á samningstímanum og endar í 98.000 krónum, auk þess sem orlofsuppbót hækkar í 53.000 krónur. Jafnframt greiðist eingreiðsla sem sérstakt álag á orlofsuppbót á þessu ári sem nemur 26.000 krónum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert