Landnámsegg fást senn í Hrísey

Kristinn áætlar að vera með um þúsund landnámshænur.
Kristinn áætlar að vera með um þúsund landnámshænur. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Hænsnabúið Landnámsegg í Hrísey fékk á dögunum 4,8 milljónir króna í styrk úr frumkvæðissjóði Brothættra byggða.

Þetta var afgreitt á fundi verkefnastjórnar byggðaþróunarverkefnisins Hrísey - perla Eyjafjarðar á mánudaginn í síðustu viku en auk Landnámseggja fengu sex verkefni styrki úr sjóðnum, sem voru þó umtalsvert lægri. Sem dæmi fékk Hríseyjarbúðin 400 þúsund króna styrk fyrir skilvirkari ferðir í þéttbýli og Wave Guesthouse fékk hálfrar annarrar milljónar króna styrk fyrir uppbyggingu snyrtingar.

Línurnar að skýrast

Í samtali í Morgunblaðinu í dag segir bústjóri Landnámseggja, Kristinn Frímann Árnason, að eftir að fyrirtækið var stofnað árið 2013 séu helstu línur loksins að skýrast. Nýlega var í húsnæði Landnámseggja settur upp búnaður fyrir hænur og segir Kristinn að áætlað sé að hænur verði komnar inn í húsið innan árs. „Við ætlum að reyna að fylla þetta svona smátt og smátt.“ Þá hefur fyrirtækið undirritað sölusamning um eggin við Fjarðarkaup.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert