Loka Hvalfjarðargöngum næturlangt

Er umferð vísað um Hvalfjörð á meðan vinna stendur yfir.
Er umferð vísað um Hvalfjörð á meðan vinna stendur yfir. mbl.is/Árni Sæberg

Hvalfjarðargöng verða lokuð aðfaranætur 5., 6. og 7. júní frá miðnætti til klukkan sjö vegna árlegra þrifa og viðhaldsvinnu.

„Það hefur bara verið fylgdarakstur undanfarið, þeir hafa kallað það kattarþvott, en nú á að fara í alvöruþrif,“ segir Kristinn Jónsson, deildarstjóri umferðarþjónustu hjá Vegagerðinni.

Er umferð vísað um Hvalfjörð á meðan vinna stendur yfir.

Uppfært: Upphaflega tilkynnti Vegagerðin um rangar dagsetningar lokana í Hvalfjarðargöngum. Þær hafa nú verið leiðréttar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert