Sóttu um fiskeldisleyfi samhliða áliti atvinnuveganefndar

Áformað er að efla fiskeldið.
Áformað er að efla fiskeldið. mbl.is/Helgi Bjarnason

Morgunblaðið hefur undir höndum gögn sem sýna að fyrirtækið Arctic Sea Farm lagði fram þrjár umsóknir nær samhliða því að atvinnuveganefnd skilaði áliti vegna breytinga á lögum um fiskeldi.

Álitið er dagsett 17. maí og birt 20. maí. Til samanburðar lagði Arctic Sea Farm fram eina umsókn 16. maí og tvær aðrar 20. maí.

Fram kemur í áliti nefndarinnar að við mat á umsóknum verði horft til þess hversu langt þær séu komnar í ferlinu fyrir gildistöku laganna.

Mágur Gunnars Atla Gunnarssonar, aðstoðarmanns Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra, er stjórnandi hjá Arctic Sea Farm. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, segir að næstu daga verði unnið að því að skýra hvaða umsóknir teljist vera gildar.

Tengslin talin óheppileg

Rætt var við Óðin Sigþórsson, sem sat í starfshópi sjávarútvegsráðherra um stefnumörkun í fiskeldi, í Morgunblaðinu í gær. Hann taldi óheppilegt að Gunnar Atli Gunnarsson, aðstoðarmaður Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, sem hafi sterk fjölskyldutengsl inn í fiskeldisfyrirtæki, skuli hafa jafn mikla aðkomu að málinu og raun ber vitni. Ekki náðist í Kristján Þór í gær.

Skýra þurfi ákvæði um umsóknirnar

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir bæjarfélagið ekki gera miklar athugasemdir við fiskeldisfrumvarpið eins og það liggur nú fyrir. Meðal breytingatillagna er að ný málsgrein komi inn í lögin varðandi áhættumat erfðablöndunar. Tekið skuli tillit til mótvægisaðgerða sem dragi úr mögulegri erfðablöndun. Hafró skuli leita eftir tillögum eldisfyrirtækja að slíkum mótvægisaðgerðum.

Rebekka segir fulltrúa Vesturbyggðar ekki hafa sterkar skoðanir á þessu atriði. „Við höfum verið hugsi yfir því, og höfum minnst á það líka við atvinnuveganefnd, að við erum nú þegar komin með 10 þús. tonna eldi í gang hér á sunnanverðum Vestfjörðum og erum ekki með einn eftirlitsmann á svæðinu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert