Aldrei jafnmargir útskrifaðir frá MR

Páll Bergþórsson var fulltrúi 75 ára stúdenta við útskrif MR …
Páll Bergþórsson var fulltrúi 75 ára stúdenta við útskrif MR í ár. mbl.is/Árni Sæberg

Tvöföld útskrift var frá Menntaskólanum í Reykjavík í gær. Annars vegar var um að ræða síðasta árganginn sem lauk námi við skólann á fjórum árum og hins vegar fyrsta árganginn sem lauk námi á þremur árum.

Samkvæmt upplýsingum frá Elísabetu Siemsen, rektor skólans, útskrifuðust alls 379 nemendur í gær, 170 úr fjögurra ára námi en 209 úr þriggja ára náminu. Aldrei hafa jafnmargir útskrifast frá MR á einu ári, gamla metið var frá 1972 þegar 301 útskrifaðist.

Árangur nemenda var framúrskarandi að sögn rektors og alls fengu 42 ágætiseinkunn. Sædís Karolina Þóroddsdóttir dúxaði í hópi þeirra sem kláruðu á þremur árum. Meðaleinkunn hennar var 9,84 sem er með hæstu einkunnum í sögu MR.

Páll Bergþórsson, fyrrum veðurstofustjóri, var viðstaddur útskriftina sem fulltrúi stúdenta sem útskrifuðust fyrir 75 árum. Eftir brautskráningu sína að morgni 17. júní 1944 hélt hann til Þingvalla og fylgdist með hátíðarhöldum þegar íslenska lýðveldið var stofnað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert