Flugmenn að missa vinnu

Boeing 737 MAX-8 þota Icelandair.
Boeing 737 MAX-8 þota Icelandair.

Icelandair tilkynnti í gær að óhjákvæmilegt væri að stöðva þjálfun 21 nýliða sem áttu að hefja störf sem flugmenn á Boeing 737 MAX vélum félagsins í sumar. Nýliðarnir voru ekki komnir með ráðningarsamning, að sögn Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair.

Þá ætlar félagið að slíta ráðningarsamningum við 24 flugmenn sem hófu þjálfun á MAX vélarnar á liðnu hausti og höfðu hafið störf áður en vélarnar voru kyrrsettar. Ekki er gert ráð fyrir MAX vélunum í flugáætlun fyrr en um miðjan september.

Vitnað er í Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair Group, í fréttatilkynningu og segir hann þungbært að þurfa að grípa til þessarar sársaukafullu aðgerðar. Icelandair ætlar að aðstoða við atvinnuleit í samvinnu við ráðningarstofu. Einhverjir flugmannanna eiga kost á að fara í önnur störf hjá félaginu, t.d. sem flugliðar, flugumsjónarmenn eða annað.

Hjá Icelandair starfar á sjötta hundrað flugmanna, samkvæmt upplýsingum frá félaginu, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Mmorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert