Tæplega tveir og hálfur milljarður í skilagjöld

Flöskur flokkaðar á færibandi Endurvinnslunnar.
Flöskur flokkaðar á færibandi Endurvinnslunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Flöskumóttaka Endurvinnslunnar greiddi tæplega tvo og hálfan milljarð í skilagjald vegna drykkjarumbúða til viðskiptavina sinna eða 2.317.000.000 krónur í fyrra.

„Það er töluverð aukning á milli ára og ég tel að ein af ástæðunum sé sú að við á Íslandi erum að færa okkur úr stóru einingunum, tveggja lítra umbúðunum, yfir í minni umbúðir,“ segir Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar.

„Menn eru líka að færa sig töluvert yfir í áldósir,“ segir Helgi og samsinnir því að það geti verið tilkomið vegna aukinnar orkudrykkjaneyslu landsmanna. Í umfjöllun um mál þetta í Morgnblaðinu í dag bendir Helgi einnig á að Íslendingar drekki greinilega meira af drykkjum í drykkjarumbúðum, gosi, víni og öðru en áður.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert