Ísold Egla dúx ML

Nýstúdentar.
Nýstúdentar. Af vef ML

Fimmtíu og einn nýstúdent brautskráðist frá Menntaskólanum að Laugarvatni í gær.  Fjölmenni var á útskrift, fjölskyldur nýstúdenta og júbilantar. Bestum heildarárangri nýstúdenta náði Ísold Egla Guðjónsdóttir frá Selalæk í Rangárþingi ytra en hún var með aðaleinkunnina 9,31 sem er vegið meðaltal allra áfanga sem hún tók við skólann á þriggja ára námsferli sínum. 

Semi dúx nýstúdenta var Sigurborg Eiríksdóttir frá Seljavöllum í Hornafirði með aðaleinkunnina 9,22.  Hlutu þær sem og fjöldi annarra nýstúdenta viðurkenningar kennara og fagstjóra skólans sem og háskóla og sendiráða fyrir afburða árangur í hinum ýmsu greinum.  Nýstúdentar sem setið höfðu í stjórn nemendafélagsins Mímis hlutu og viðurkenningu fyrir störf sín.  Eins hlaut Andrés Pálmason, Laugarvatni, sérstaka viðurkenningu fyrir óeigingjörn störf í þágu skólans og nemendafélagsins, segir á vef skólans.

ML kenndi okkur á lífið

Í ræðu fráfarandi stallara og fulltrúa nýstúdenta, Sigríðar Helgu Steingrímsdóttur, kom m.a. fram:  „Í þrjú ár hefur ML verið okkar annað heimili, í þrjú ár höfum við bekkjarfélagarnir gengið saman í gegnum súrt og sætt og í þrjú ár hefur ML mótað okkur og skilar okkur nú sem þroskaðri, vitrari og betri manneskjum. Í gengum góða og slæma daga höfum við krakkarnir staðið saman og stutt þétt við bakið hvort á öðru og kennir það manni margt. Því er hægt að segja að ML hefur ekki einungis kennt okkur að diffra eða það að vita hvaða land Kólumbus fann heldur hefur ML kennt okkur á lífið.“

Skólameistari ávarpaði nýstúdenta í lok hátíðardagskrár og sagði meðal annars:  „Farið vel með líf ykkar.  Látið kærleikann ráða för í orðum, athöfnum og framgöngu. Berið virðingu fyrir öðrum, skoðunum þeirra og atferli.  Berið ábyrgð á lífi ykkar, gjörðum og hugsunum.  Hugsið vel um andlegu líðan ykkar og líkamlegt atgervi. Verið dugleg að hreyfa ykkur og gætið að hvað þið látið ofan í ykkur.  Það er ævilangt verkefni.“

65 ára júbilantar, en þeir voru í fyrsta árgangnum sem ...
65 ára júbilantar, en þeir voru í fyrsta árgangnum sem brautskráðist frá skólanum, vorið 1954. Af vef ML

Veitt var úr styrktarsjóði Kristins Kristmundssonar og Rannveigar Pálsdóttur, fyrrverandi skólameistarahjóna, hið tólfta sinni þeim „nýstúdentum sem sýnt hafa frábæran dugnað, hæfileika og ástundun í námi” eins og stendur í stofnskrá að skuli gera.  Styrki hlutu:

Ísold Egla Guðjónsdóttir, frá Selalæk í Rangárþingi ytra, nýstúdent af náttúruvísindabraut.

Sigurborg Eiríksdóttir, frá Seljavöllum í Sveitarfélaginu Hornafirði, nýstúdent af félags- og hugvísindabraut.

Þórný Þorsteinsdóttir, frá Rauðuskriðum í Rangárþingi eystra, nýstúdent af náttúruvísindabraut.

Á brautskráningu mættu 65 ára júbilantar, en þeir voru í fyrsta árganginum sem brautskráðist frá skólanum, vorið 1954. 10 sveinar útskrifuðust þá og eru átta þeirra enn á lífi og mættu þeir allir. Þeir eru Þórður Kr. Jóhannsson, Unnar Stefánsson, Sveinn J. Sveinsson, Óskar H. Ólafsson,  Árni Bergmann, Víglundur Þór Þorsteinsson, Tryggvi Sigurbjarnarson og Hörður Bergmann.

mbl.is

Innlent »

Byrjar betur en á síðasta ári

10:54 „Vertíðin fer betur af stað nú en í fyrra,“ segir Hjalti Einarsson, skipstjóri á Víkingi AK, sem kom til Vopnafjarðar síðdegis í gær með um 790 tonn af makríl. Meira »

Vilja fyrst og fremst nýtingarskyldu

10:47 „Við höfum aðallega viljað að jarðeigendur hafi einhverjar skyldur þannig að jarðirnar séu ekki keyptar og séu síðan bara eins og stórar sumarhúsalóðir eða eitthvað slíkt,“ segir Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, í samtali við Íslands vegna umræðunnar um jarðakaup erlendra ríkisborgara hér á landi. Meira »

Útlit fyrir ágætishelgarveður

10:17 Það verður norðaustanátt á landinu í dag og hvassast vestan og norðvestan til. Helgarveðrið lítur hins vegar ágætlega út á Suður- og Vesturlandi. Bjart veður og hiti á bilinu 13-18 stig. Fyrir austan er hins vegar útlit fyrir að áfram verði skýjað og lítils háttar úrkoma. Meira »

Lærði að gera raftónlist í Bandaríkjaher

10:00 Vestmannaeyjar eru fyrir löngu þekktar fyrir fjölbreytt tónlistarlíf og hæfileika. Nýjasta hljómsveitin þaðan er hljómsveitin Daystar sem býður upp á skemmtilegan bræðing af rokki og raftónlist, sem mætti kalla Cyber Punk. Meira »

Greiðsla til starfsmanna Reykjavíkur í ágúst

09:59 Reykjavíkurborg greiðir starfsfólki með lausa kjarasamninga eingreiðslu 1. ágúst, en þetta var samþykkt í borgarráði í gær sem viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2019. Greiðslan er til komin vegna tafa á viðræðum um nýja kjarasamninga. Meira »

Hinsta WOW-vélin flogin á brott

09:30 Síðasta flugvélin undir merkjum fallna flugfélagsins WOW air flaug á brott af Keflavíkurflugvelli klukkan 9.15 í dag. Hún er á leiðinni í viðhaldsmiðstöð ALC í Ljubljana í Slóveníu. Meira »

Umhverfisvænt efni úr móbergi

07:57 Bandaríska fyrirtækið Greencraft hefur hug á að vinna íblöndunarefni fyrir steinsteypu úr móbergi á Reykjanesi. Fyrirtækið sérhæfir sig í gerð hátæknisteinsteypu á umhverfisvænan hátt. Meira »

Ekkert tilboð kom í nýja Kvíárbrú

07:37 Vegagerðin auglýsti hinn 24. júní sl. eftir tilboðum í smíði nýrrar brúar á Kvíá í Öræfum. Til stóð að opna tilboðin á þriðjudaginn en skemmst er frá því að segja að ekkert tilboð barst. Meira »

Drottningin kemur til Reykjavíkur

07:24 Farþegaskipið Qu­een Mary 2 er nú að leggjast að bryggju við Skarfabakka í Sundahöfn. Koma skipsins er sögu­leg­ur viðburður, en þetta er lengsta farþega­skip sem hingað hef­ur komið. Meira »

Festi bílinn í undirgöngunum

06:57 Um 70 mál komu á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt og voru þrír vistaðir í fangageymslu. Einnig þurfti aðstoð lögreglu við þegar ökumaður sendibíls festi bíl sinn í undirgöngum. Meira »

Andlát: Gunnar B. Eydal

05:30 Gunnar B. Eydal, fyrrverandi skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður, lést á líknardeild Landspítalans 15. júlí. Hann var á 76. aldursári. Meira »

Segist ekki vera á leið úr formannsstól

05:30 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir engan fót vera fyrir því sem hann segir vera endurteknar sögusagnir um að hann hyggist láta af formennsku flokksins innan skamms. Meira »

Sjólasystkinin ákærð vegna skatta

05:30 Embætti héraðssaksóknara hefur gefið út fimm ákærur á hendur systkinum sem oftast eru kennd við útgerðarfélagið Sjólaskip. Systkinin, tveir bræður og tvær systur, eru ákærð hvert um sig og einnig eru bræðurnir tveir ákærðir sameiginlega í einu málanna. Meira »

Á að tryggja öryggi íbúanna

05:30 Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins hefur samþykkt erindisbréf fyrir starfshóp varðan di verklag og eftirlit með búsetu í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Vilja nýta vikurinn

05:30 Erlent námafyrirtæki rannsakar nú möguleika á vinnslu Kötluvikurs á Mýrdalssandi. Þórir N. Kjartansson, landeigandi í Hjörleifshöfða, segir „álitið að á sandinum sé milljarður rúmmetra af þokkalega aðgengilegu efni“. Meira »

Útiloka ekki sameiningu bankanna

05:30 Ef sameining Íslandsbanka og Arion banka skapar aukið hagræði og betri rekstur er slíkt eftirsóknarvert. Þetta segir Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka. Meira »

Úrsögn vegna 3. orkupakkans

05:30 Bakaríið Gæðabakstur hefur ákveðið að segja sig úr Landssambandi bakarameistara. Þetta staðfestir framkvæmdastjórinn Vilhjálmur Þorláksson í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að bakaríið hafi nú þegar skilað inn formlegri umsókn um úrsögn. Meira »

Borinn röngum sökum við störf sín

Í gær, 22:30 Verkfræðistofan Efla birti í dag yfirlýsingu á vefsíðu sinni, eftir að starfsmaður fyrirtækisins var sakaður um að vera „barnaperri“ sem væri að taka myndir af börnum á leikvelli í Drekavogi í Langholtshverfi. Hið rétta er að hann var að gera úttekt á leiksvæðinu fyrir Reykjavíkurborg. Meira »

„Dusta rykið af“ viðbragðsáætlun

Í gær, 22:13 „Það er engin hætta fyrir lönd eins og okkar. Þetta breytir í raun engu af því sem við höfum verið að gera,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir um ákvörðun Alþjóðaheilbrigðismálastofnun (WHO) að lýsa yfir neyðarástandi vegna ebólufaraldrinum sem hefur geisað í Austur-Kongó síðasta árið. Meira »
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000
Hyundai Getz árgerð 2007. Ekinn 187.000 km. Góður snattari sem þarf að laga aðei...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra..(Kerruvagn) Vel með farinn.. Tilboð óskast...Sí...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
Tilboð! - Garðhús 9 fm - kr. 324.000,-
Flaggskip okkar í garðhúsum, Brekka 34 - 9 fm - gert úr 34mm þykkum bjálka og tv...