Fimm milljarða viðhaldsþörf

Bretarnir sem Super Break flytur til Akureyrar þurfa að yfirgefa …
Bretarnir sem Super Break flytur til Akureyrar þurfa að yfirgefa flugvélina í hollum vegna þrengsla í flugstöðinni. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Isavia þarf röskan milljarð á ári í framkvæmdafé til að halda við og bæta innanlandsflugvelli og flugstöðvar en fær rétt um helming þess á samgönguáætlun. Viðhaldi hefur verið of lítið sinnt í mörg ár og uppsöfnuð viðhaldsþörf er að minnsta kosti fimm milljarðar, að sögn framkvæmdastjóra hjá Isavia.

„Við höfum aðeins fé til að holufylla og til að gera við sprungur í malbiki. Ástandið er orðið hættulegt,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri flugvallasviðs Isavia. Hún segir að auk þess sem bæta þurfi í almennt viðhald sé þörf á að byggja flugstöð á Reykjavíkurflugvelli og byggja við flugstöðina á Akureyri. Sameina á rekstur innanlandsflugvallanna og Keflavíkurflugvallar í byrjun næsta árs, samkvæmt tillögu í fjármálaáætlun ríkisins. Sigrún segir að það verði kostnaðarsamt verkefni fyrir Isavia að taka við innanlandsflugvöllunum, miðað við þá miklu viðhaldsþörf sem safnast hefur upp.

Segir hún að ef gjaldtaka verði samræmd til að standa undir framkvæmdum muni þurfa að hækka gjöld á flugfélögum sem sinna innanlandsflugi og óttast hún að hækkun flugfargjalda muni leiða til fækkunar farþega.

„Það þarf að horfa á þessa hluti í samhengi. Ætlum við að hafa innanlandsflug og hvað þurfum við að gera til að það gangi?“ segir Sigrún Björk, í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert