Herjólfur til Heimaeyjar hinn 15. júní

Herjólfur á reynslusiglingu í Póllandi.
Herjólfur á reynslusiglingu í Póllandi.

Ef allt gengur eftir áætlun verður nýr Herjólfur afhentur nýjum eiganda, Vegagerðinni, í Póllandi næsta sunnudag. Hann kemur þá til hafnar í Vestmannaeyjum hinn 15. júní.

Þetta staðfestir Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf., í Morgunblaðinu í dag.

„Við gerum ráð fyrir að vera um sex sólarhringa á leiðinni. Það er stefnt að því að sigla honum inn til Vestmannaeyja laugardaginn 15. júní,“ segir Guðbjartur. Aðspurður segir hann að viðbúið sé að nokkurt húllumhæ verði við komu ferjunnar. „Það er háttur Vestmannaeyinga.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert