Skellt í lás í versluninni Borg

Versluninni Borg í Grímsnesi hefur verið lokað „Þetta er mjög mikill missir,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, um málið.

Skellt var í lás í versluninni fyrir páska. „Það átti að loka henni í nokkra daga vegna viðgerða en svo hefur ekkert verið opnað aftur.“ Ása segir ástæðu lokunarinnar á huldu enda hafi ferðamannastraumur ekki minnkað að undanförnu.

Lokunin muni hafa slæm áhrif á hreppinn. „Þetta er náttúrlega bara litla búðin okkar. Þrastalundur er auðvitað opinn en hann er í jaðri hreppsins á meðan verslunin Borg er á Borg, sem er þéttbýlið okkar,“ segir Ása í Morgunblaðinu í dag. Um 20 kílómetrar eru í næstu matvöruverslun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert