Tilhlökkun að taka við Tómasi

Frá vinstri: Eiríkur Dagbjartsson útgerðarstjóri, Rut Óskarsdóttir og eiginmaður hennar, ...
Frá vinstri: Eiríkur Dagbjartsson útgerðarstjóri, Rut Óskarsdóttir og eiginmaður hennar, Gunnar Tómasson, framkvæmdastjóri hjá Þorbirninum, þá Gerður Sigríður, systir Gunnars og einn eigenda fyrirtækisins, Heiðar Hrafn Eiríksson skrifstofustjóri, Hrannar Jón Emilsson útgerðarstjóri og lengst til hægri er Friðrik Jón Arngrímsson, lögfræðingur og skipamiðlari. mbl.is/Sigurður Bogi

Nýr togari Þorbjarnarins hf. í Grindavík er kominn til landsins. Sisimiut verður Tómas Þorvaldsson GK og fer á miðin um miðjan mánuðinn og í brúnni standa menn sem lengi hafa verið á skipum útgerðarinnar. Skipstjórarnir róma togarann, sem eitt sinn var Arnar HU frá Skagaströnd.

Togarinn var smíðaður árið 1992 fyrir Skagstrending hf. og bar þá nafnið Arnar HU en var seldur fjórum árum síðar til Royal Greenland sem hefur gert hann út síðan undir nafninu Sisimiut. Skipið er 67 metra langt og 14 metra breitt og vel tækjum búið að öllu leyti. Getur meðal annars dregið tvö troll, sem er fátítt á íslenskum skipum.

Sisimiut í Hafnarfirði. Nú á að mála togarann í liti ...
Sisimiut í Hafnarfirði. Nú á að mála togarann í liti Þorbjarnarins og merkja sem Tómas Þorvaldsson GK. mbl.is/Sigurður Bogi

Tveir skipstjórar og áhafnirnar með

Togarinn verður nefndur eftir stofnanda Þorbjarnarins hf., Tómasi Þorvaldssyni (1919-2008), föður systkinanna sem eiga og reka fyrirtækið. Á sinni tíð var Tómas þjóðþekktur fyrir störf sín í sjávarútvegi og á vettvangi Slysavarnafélags Íslands. Til skamms tíma gerði fyrirtækið út línubát með þessu nafni, en sá fór í brotajárn fyrir nokkrum mánuðum og eru kaupin á togaranum nú hluti af uppstokkun á skipastól fyrirtækisins.

Skipstjórar á Tómasi Þorvaldssyni GK verða tveir og báðir hafa þeir lengi verið hjá Þorbirninum. Annar er Sigurður Jónsson, sem hefur verið á Hrafni Sveinbjarnarsyni GK síðastliðin 29 ár, lengst sem skipstjóri. Hinn er Bergþór Gunnlaugsson, skipstjóri á Gnúpi GK. Báðir taka þeir áhafnir sínar í heilu lagi yfir á Tómas Þorvaldsson GK, en 26 manns verða jafnan á skipinu. Túrarnir á togaranum verða að jafnaði tæpur mánuður í senn og verður hátturinn sá að áhafnirnar róa hvor á móti annarri.

Hjá útgerðinni hafa því verið settar saman nýjar áhafnir fyrir hina togarana tvo, Hrafn Sveinbjarnarson GK og Gnúp GK, en einnig gerir fyrirtækið út línubátana Valdimar, Hrafn og Sturlu.

„Það var mikið lagt í smíði þessa skips,“ segir Sigurður ...
„Það var mikið lagt í smíði þessa skips,“ segir Sigurður Jónsson. Bergþór Gunnlaugsson til hægri. mbl.is/Sigurður Bogi

„Vandað og gott sjóskip“

Togarinn góði kom til Hafnarfjarðar síðastliðinn laugardag og verður nú í vikunni tekinn í slipp í ástandsskoðun, öxuldrátt og fleira. Þegar því lýkur tekur Þorbjörn hf. við togaranum, sem eigendur fyrirtækisins skoðuðu við komuna til landsins. Þar voru einnig skipstjórarnir tveir en þeir hafa til lærdóms að undanförnu verið um borð í togaranum, sem var í sínum síðustu túrum í eigu Royal Greenland að veiðum í Barentshafi.

„Þetta er vandað og gott sjóskip og smellpassar inn í rekstur Þorbjarnarins. Skipinu hefur verið haldið vel við og gerðar hafa verið ýmsar tæknibreytingar síðastliðin ár, sem henta okkur vel. Við vorum í nokkra daga með Grænlendingunum á veiðum í Barentshafi til að kynna okkur skipið og komum síðan með togaranum hingað heim frá Noregi sem var þægileg sigling enda blíðskaparveður. Að taka við þessum togara er tilhlökkunarefni,“ segir Bergþór Gunnlaugsson.

Hinn skipstjórinn, Sigurður Jónsson, tekur í sama streng og rómar togarann. „Það var mikið lagt í smíði þessa skips fyrir Skagstrending á sínum tíma og sumt þá var nýmæli. Byrðingur skipsins er mjög þykkur með tilliti til hafíss, sem hefur hentað Grænlendingunum. Þeir hafa líka gengið vel um þetta skip sem við fáum í alveg toppstandi,“ segir Sigurður.

Horft af brúarvængnum yfir afturdekk og skutrennu togarans, sem getur ...
Horft af brúarvængnum yfir afturdekk og skutrennu togarans, sem getur verið úti með tvö troll í einu. mbl.is/Sigurður Bogi

Á grálúðu í djúpkantinum

Gert er ráð fyrir að í fyrstu túrunum undir merkjum Þorbjarnarins fari Tómas Þorvaldsson GK á grálúðu, sem veiðist í djúpkantinum frá Vestfjarðamiðum og austur fyrir land. Þegar nýtt kvótaár gengur í garð, 1. september, verður sóknin alhliða; sótt í þorsk, ýsu og ufsa. Um borð er góð og fullkomin vinnulína og vinnuaðstaða sjómanna með besta móti.

„Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu skipi, sem er öflugt og í alla staði vel búið,“ segir Gunnar Tómasson, útgerðarmaður í Þorbirninum.

„Lestin er stór og á millidekki er öflug vinnnslulína. Þá er líka mikill plús að geta verið úti með tvö troll í einu, sem ekki hefur verið mikið um í íslenska flotanum til þessa. Fiskistofnar á Íslandsmiðum standa sterkt og því hefur eitt troll yfirleitt dugað, en að geta verið með tvö í sjó kemur sér vel ef fiskiríið er tregt. Á þessum tímapunkti er ég samt ekkert að spá í slíkt, því vertíðin var góð og nóg virðist vera af fiski um allan sjó. Allar afurðir seljast líka nánast strax og nú þegar krónan gefur eftir er verð þeirra að hækka, sem léttir okkur lífið.“

Fjallað var um komu Tómasar í nýj­asta sjáv­ar­út­vegs­blaði 200 mílna, sem fylgdi Morg­un­blaðinu laug­ar­dag­inn 1. júní.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Flugeldasýning væntanlega að ári

Í gær, 21:12 „Ég held að margir myndu nú sakna þess að enda ekki á flugeldasýningu á menningarnótt,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í samtali við mbl.is. Hann segir flugeldasýningu menningarnætur „mjög sameinandi og frábær endapunktur á einstökum degi.“ Meira »

Kviknaði í bíl á Akureyri

Í gær, 20:42 Eldur kom upp í lítilli rútu við Fjölnisgötu á Akureyri í dag. Rútan var mannlaus en unnið var að viðgerð á henni á föstudag. Rútan er mikið skemmd að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri. Meira »

Bústaður brann til kaldra kola

Í gær, 20:12 Eldur kom upp í sumarbústað á Barðaströnd síðdegis og að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra, tókst ekki að bjarga bústaðnum en allt tiltækt slökkvilið tók þátt í slökkvistarfinu, alls átján manns, auk lögreglu og sjúkraliðs. Meira »

Markmiðið að útrýma meiðslum

Í gær, 19:40 „Við erum að búa til rauðan þráð í gegnum íþróttaferilinn og reyna að lyfta þessu á hærra plan því krakkarnir hafa stundum verið afgangsstærð,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþróttafræðingur og styrktarþjálfari hjá Spörtu heilsurækt. Meira »

„Einfalt og sjálfsagt“ að sleppa kjöti

Í gær, 19:00 „Við erum í rauninni búin að vera að gæla við þetta og verið hálfkjötlaus mjög lengi. Við vinnum með mikið af ungu fólki og það hefur hreinlega færst í aukana að sjálfboðaliðar okkar sem og nemar séu grænmetisætur og vegan,“ segir Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi. Meira »

Örmagna ferðamaður á Fimmvörðuhálsi

Í gær, 18:38 Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út til þess að koma örmagna ferðamanni á Fimmvörðuhálsi til aðstoðar rétt fyrir klukkan fjögur í dag. „Hann var orðinn mjög kaldur og hrakinn,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is. Meira »

Ekki bundinn af samkomulaginu

Í gær, 18:27 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir stéttarfélagið ekki hafa viðurkennt óðeðlileg afskipti af ákvörðunum stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna (LV) – þegar umboð stjórnarmanna var afturkallað – með því að fallast á sjónarmið um að „slík inngrip heyri nú sögunni til.“ Meira »

Flóðbylgjan allt að 80 metrar

Í gær, 17:02 Berghlaupið í Ösku í júlí 2014 er eitt stærsta berghlaup sem orðið hefur á Íslandi á sögulegum tíma. Í grein sem birt er í Náttúrufræðingnum er fjallað um jarðfræðilegar aðstæður, flóðbylgjuna sem fylgdi hlaupinu og áhrif mögulegra flóðbylgja vegna skriðufalla við Öskjuvatn. Meira »

Þjóðrækni í 80 ár

Í gær, 16:49 Þjóðræknisfélag Íslendinga fagnar 80 ára afmæli sínu í ár. Félagið var stofnað 1. desember 1939 en markmið þess er að efla samskipti og samvinnu Íslendinga og Vestur-Íslendinga með ýmsum hætti. Afmælisárinu var fagnað á Þjóðræknisþingi sem fram fór í dag. Meira »

Leist ekki á útbúnað Belgans

Í gær, 16:11 Ég horfði til baka og það kom söknuður. Mig langaði að halda áfram. Þetta er svo einfalt líf: róa, tjalda, borða og sofa,“ segir Veiga Grétarsdóttir kajakræðari eftir hringferð sína í kringum Ísland ein á kajak. Hún lauk ferðinni í gær. Meira »

Eltu uppi trampólín á Eyrarbakka

Í gær, 16:09 Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka. Meira »

Hlupu með eldingar á eftir sér

Í gær, 14:05 „Eldingarnar voru eins og klær yfir allan himininn og allt lýstist upp. Manni brá því þetta var svo mikið. Við biðum alltaf eftir að hlaupinu yrði aflýst,“ segir Bára Agnes Ketilsdóttir sem lýsir miðnætur-hálfmaraþoni í Serbíu sem hún tók þátt í ásamt þremur öðrum Íslendingum í sumar. Meira »

Gamli Herjólfur siglir í Þorlákshöfn

Í gær, 14:05 Ófært er orðið í Landeyjahöfn vegna veðurs og siglir gamli Herjólfur því til Þorlákshafnar það sem eftir er dags.  Meira »

Ályktun Íslands braut ísinn

Í gær, 11:50 Justine Balene, íbúi á Filippseyjum, segir ályktun Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna hafa verið fyrstu alþjóðlegu aðgerðina vegna stríðsins gegn fíkniefnum, sem hefur kostað meira en 30.000 manns lífið þar í landi, mestmegnis óbreytta borgara. Meira »

Björguðu ketti ofan af þaki

Í gær, 08:40 Eftir mikinn eril hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gærkvöldi, þegar það sinnti þremur brunaútköllum og fjölda sjúkraflutninga vegna slysa á fólki í miðbænum, var nóttin nokkuð tíðindalaus. Meira »

„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Í gær, 07:32 Gul viðvörun er í gildi á höfuðborgarsvæðinu, í Faxaflóa, á Suður- og Suðausturlandi og á miðhálendinu síðdegis í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Grænlandshafi, gengur yfir landið. Meira »

Í ýmsu að snúast hjá lögreglu

Í gær, 07:16 Menningarnótt fór vel fram í alla staði, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að mikill fjöldi gesta hafi lagt leið sína í miðborg Reykjavíkur og að 141 mál hafi komið upp á löggæslusvæði 1 frá sjö í gærkvöldi og til klukkan fimm í morgun. Meira »

Tugþúsundir fylgdust með

í fyrradag Menningarnótt hefur farið mjög vel fram í alla staði, segir Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri í lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar blaðamaður mbl.is ræddi við hann í kvöld. Flugeldasýningin hófst klukkan 23:10 og var lokaatriði Menningarnætur 2019. Tugþúsundir fylgdust með. Meira »

Mikið að gera hjá slökkviliðinu

í fyrradag Það hefur verið annasamt það sem af er kvöldi hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þrjú brunaútköll og mikið álag vegna slysa í miðbæ Reykjavíkur. Þetta segir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...
Barnakerra
Til sölu Emmaljunga barnakerra, (Kerruvagn). Vel með farinn. Tilboð óskast...Sí...
NP ÞJÓNUSTA
NP Þjónusta Sé um liðveislu við bókhaldslausnir o.fl. Hafið samband í síma 831-8...