„Dýr sem óska þess að við deyjum“

Líkt og myndin sýnir eru töluverðar skemmdir á jarðhitasvæðinu eftir …
Líkt og myndin sýnir eru töluverðar skemmdir á jarðhitasvæðinu eftir jeppann. Ljósmynd/Aðsend

„Afsakið enskuna mína, ég ætla að reyna að útskýra hvað gerðist á Íslandi,“ skrifar Alexander Tikhomirov, sem olli talsverðu tjóni með utanvegaakstri skammt frá jarðböðunum við Mývatn á dögunum, á Instagram-reikningi sínum.

Segir Tikhomirov engan hafa sagt honum að ólöglegt væri að aka utan vegar, hann hafi séð hjólför til hliðar við veginn og engin skilti sem sögðu til um að það væri bannað.

„Ég beygði af veginum til að komast nær þokunni, til að taka mynd með bílnum. Ég vissi ekki að svæðið nærri þokunni væri mjög mjúkt. Ég festist,“ skrifar Tikhomirov og segist hafa lent í miklum vandræðum við lögreglu, bílaleigu og landeigendur. „Ég er þegar búinn að borga 5.000 dollara (og þeir vilja enn meira).“

Þessum texta deilir Alexander með fylgjendum sínum.
Þessum texta deilir Alexander með fylgjendum sínum. Skjáskot af Instagram

Þá segir hann að fólk á svæðinu hafi kannast við bílinn og fleygt plastflöskum í áttina að þeim. „Plast er líklega betra fyrir náttúrunna að þeirra mati.“

Þá spyr hann hvort fólki finnist hann vera dýr. „Mér finnst þið vera dýr, sem óskið þess að við deyjum í flugvélinni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert