Ráðgátan í Breiðholti leyst?

Undanfarið hafa Breiðhyltingar og aðrir vegfarendur í Neðra-Breiðholti veitt gæs nokkurri eftirtekt þar sem hún hefur haldið til við hringtorg í Stekkjarbakka, ein síns liðs. Hún er örugg með sig, stöðvar umferð og stuggar við fólki ef svo ber við.

Ýmsar getgátur hafa verið settar fram um hegðunina. Á spjallborði Breiðhyltinga á Facebook er sett fram sú kenning að gæsin hafi misst maka sinn við hringtorgið. Þar hafi betri helmingurinn orðið fyrir bíl og því bíði gæsin þar eftir því að hann snúi þangað aftur. 

mbl.is fór á stúfana og í myndskeiðinu er reynt að varpa ljósi á ráðgátuna. 

mbl.is