Tjáir sig ekki um gagnrýni Þórólfs

Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vildi aðspurður ekki tjá sig um gagnrýni Þórólfs Árnasonar, forstjóra Samgöngustofu, vegna skipunar Jóns Gunnars Jónssonar í stöðuna.

Jón Gunnar var af hæfisnefnd metinn hæfastur 23 umsækjenda um starfið, en Þórólfur var einn þeirra. Nefndin valdi fimm umsækjendur sem ráðherra tók viðtal við áður en hann valdi nýjan forstjóra og var Þórólfur í þeim hópi. Í samtali við mbl.is kvaðst hann undrandi á niðurstöðunni og hefur hann óskað eftir rökstuðningi fyrir ákvörðuninni. „Það er eðlilegt og það sem ég benti honum á í dag þegar ég tilkynnti honum þetta. Ég ætla ekki að tjá mig um það fyrr en slíkur rökstuðningur liggur fyrir,“ segir Sigurður Ingi og nefnir að ferlið hafi gengið eðlilega fyrir sig.

„Eins og allir vita var ákveðið að auglýsa stöðuna. Eins og lög gera ráð fyrir var skipaður forstjóri upplýstur um það og síðan fór ferlið í gang,“ segir Sigurður Ingi, sem segir niðurstöðu hæfisnefndarinnar um Jón Gunnar hafa verið einn lið í ákvörðun sinni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert