Hestaeigendur veri vakandi fyrir einkennum

Hross á beit að kljást. Mynd úr safni.
Hross á beit að kljást. Mynd úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Taugasjúkdómurinn sem greindist í fyrsta skipti í hrossum hér á landi nýverið er hvorki smitandi né talinn arfgengur. Ætla má að hætt­an á að fleiri tilfelli greinast sé að mestu geng­in yfir á þessu ári en þó er hætta á að sjúkdómurinn komi upp víðar á landinu í framtíðinni. Rannsókn er hafin á sjúkdómnum hér á landi og kemur meðal annars teymi frá hinum Norðurlöndunum einnig að þeirri vinnu, að sögn Sigríðar Björnsdóttur, dýralæknis hrossasjúkdóma hjá MAST.

„Þetta er gríðarlegt tjón og mikið áfall að lenda í þessu,“ segir Sigríður. Sjúkdómurinn greindist á stóru hrossaræktarbúi á Norðurlandi eystra. Fella hefur þurft sjö hross og eitt fannst dautt. Greini­leg ein­kenni komu fram í 22 hross­um á aldr­in­um 2-7 vetra. Hrossin voru öll á gjöf úti. Áfram verður fylgst með hrossunum en engin sérstök meðhöndlun er til við sjúkdómnum enda læknast hann af sjálfu sér. Hvíld í nokkra mánuði og allt að heilu ári er nauðsynleg. 

Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST.
Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá MAST. mbl/Arnþór Birkisson

Þegar sjúkdómurinn kom upp fyrir þremur vikum var í fyrstu talið að um hræeitrun væri að ræða en fljótlega kom í ljós að svo var ekki. Þegar í ljós kom að um þennan taugasjúkdóm var að ræða var einangrun aflétt því þetta er ekki smitsjúkdómur. 

Helsta ein­kennið er vöðvaslapp­leiki í aft­ur­hluta lík­am­ans sem leiðir til þess að hest­arn­ir missa öðru hverju und­an sér aft­ur­fæt­urna, niður á aft­ur­fóta­kjúk­urn­ar. Hest­arn­ir eru með fullri meðvit­und, hafa góða mat­ar­lyst og sýna eðli­legt at­ferli að mestu leyti. Í al­var­leg­um til­fell­um leggj­ast hross­in fyr­ir og nauðsyn­legt get­ur verið að af­lífa þau. Einkennin í hrossunum svipa til Guillain-Barrés-heilkennis hjá fólki. 

Ekki til nokkurs gagns að óttast

Hún segir mikilvægt að hestaeigendur geri sér grein fyrir að þessi sjúkdómur sé til og að þeir séu vakandi fyrir einkennum. „Það er engin ástæða til að óttast. Það er ekki til nokkurs gagns. Eins og er er ekkert til sem gæti verið fyrirbyggjandi,“ segir hún. 

Sjúk­dóm­ur­inn teng­ist lík­lega rúllu­heyi því hross­in sem veikj­ast hafa alla jafna verið fóðruð á rúllu­heyi af sama slætti á sama túni. „Hins vegar eru mörg hross sem fengu þetta hey og sýna engin einkenni,“ segir Sigríður. Á hinum Norðurlöndunum hefur það sama verið upp á teningnum, þ.e.a.s. sjúkdómurinn tengist heyi. 

Ekki vitað um orsakir þrátt fyrir miklar rannsóknir

Þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi mikið verið rannsakaður bæði í Noregi og Svíþjóð á þeim 25 árum frá því hann greindist fyrst er ekki vitað um orsakirnar. „Sjúkdómurinn er mikið rannsakaður og búið að útiloka margt. Honum hefur verið lýst vel í faraldsfræðinni. Það er búið að leita logandi ljósi að öllu, t.d. eitruðum plöntum,“ segir Sigríður.

Ekki er vitað hver orsök sjúkdómsins er.
Ekki er vitað hver orsök sjúkdómsins er. mbl.is/Rax

Sjúkdómurinn hefur oftast greinst í Noregi en einnig eru mörg tilfelli í Svíþjóð. Í Finnlandi er hann fátíður. Hross af öllum hestakynjum hafa greinst með hann. „Hvernig stendur á því að þessi skilyrði skapist hér hef ég ekki skýringar á. Kannski verður þetta hér eins og í Finnlandi, að þetta sé sjaldgæft. Ég veit ekki hvernig þetta mun þróast hér á landi,“ segir Sigríður. Hún bendir á að þegar sjúkdómur kemur upp í nýju landi felast í því tækifæri til að rannsaka hann.  

Líklega ekki fleiri tilfelli í ár

Hún bendir á að þrátt fyrir að þessi sjúkdómur hafi greinst hér á landi í fyrsta skipti segir hún ekki útilokað að hann hafi komið hér upp áður. „Þetta er nýtt að það greinast svona mörg hross á einum bæ,“ segir Sigríður. 

„Ég er nokkuð viss um að það koma ekki fleiri tilfelli upp í vor. Vegna þess að þetta er árstíðabundinn sjúkdómur. Hann kemur upp seinni hluta vetrar og fram á vorið. Það virðist losna um þetta þegar hross fara á beit,“ segir Sigríður. 

Tilraunastöðin á Keldum sér um ákveðna hluti rannsóknarinnar og einnig eru sýni send út til frekari rannsóknar. Á næstu dögum koma erlendir kollegar Sigríðar til landsins og fara yfir stöðuna.  

Sjúkdómurinn finnst í Skandinavíu.
Sjúkdómurinn finnst í Skandinavíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þúsundir sprettu úr spori í kvöldsólinni

23:43 Miðnæturhlaup Suzuki fór fram í Laugardal í kvöld. Á þriðja þúsund hlaupara lagði upp frá Engjavegi kl. 21, en keppt var í þremur vegalendum, hálfmaraþoni, tíu kílómetra hlaupi og fimm kílómetra hlaupi. Meira »

Gagnrýnir afskipti Ragnars Þórs harðlega

22:54 „Mér þykir þessi atburðarás vægast sagt mjög hryggileg, ef ég á að segja eins og er,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, varaformaður stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, um þá ákvörðun fulltrúaráðs VR að skipta út fulltrúm sínum í stjórn sjóðsins. Meira »

Rispurnar sumar gerðar með áhöldum

22:15 Sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun segir fyrstu athuganir á Helgafelli við Hafnarfjörð leiða í ljós að sumar rispurnar hljóti að hafa verið gerðar með áhöldum eða hnífum. Svo djúpar eru þær. Meira »

„Ef fólk biður um stríð fær það stríð“

22:08 Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segir eineltisásakanir á hendur henni „ekkert annað en pólitískar ofsóknir á pólitíska andstæðinga borgarstjóra.“ Hún ætlar ekki að svara símtölum eða pósti um málið. Meira »

Ólafur Reimar segir skilið við VR

21:42 Ólafur Reimar Gunnarsson, stjórnarmaður í VR og fráfarandi stjórnarformaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV), hefur sagt af sér sem stjórnarmaður í VR og um leið frá öllum trúnaðarstörfum sem hann hefur gegnt fyrir stéttarfélagið undanfarin ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Ólafi. Meira »

Sumir kalla hann Ástarvitann

21:30 Eiginkonur sjómanna komu í vitann til að fara með bænir. Þær báðu fyrir því að þær myndu njóta hverrar stundar og hvers dags á meðan þær höfðu mennina sína á lífi. Enn kemur fólk til að biðja fyrir góðu. Meira »

Mánaðarbið eftir grænni tunnu

21:04 Sífellt fleiri kjósa að flokka sorp, einkum plastumbúðir, frá almennum úrgangi og setja í þartilgerða tunnu. Vegna mikillar eftirspurnar eftir grænni tunnu undir plast eru þær einfaldlega búnar í bili hjá Reykjavíkurborg. Biðtími eftir slíkri tunnu er um mánuður, samkvæmt upplýsingum frá borginni. Meira »

„Skiptir fyrirtækið miklu máli“

21:00 Fyrirtækið Sjótækni ehf. á Tálknafirði hefur staðist öryggisvottun samkvæmt alþjóðlegum staðli ISO-45001 og endurnýjun á umhverfisstaðlinum ISO-14001, eftir að norska vottunarstofan DNV-GL tók út starfsemi þess. Meira »

Samþykktu að afturkalla umboðið

20:37 Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum í kvöld að afturkalla umboð þeirra fjögurra stjórnarmanna sem félagið skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna og tilnefna nýja í þeirra stað. Meira »

Gera ráð fyrir frábærri hátíð

20:30 Undirbúningur fyrir Secret Solstice-hátíðina hefur gengið vonum framar að sögn Jóns Bjarna Steinssonar, upplýsingafulltrúa hátíðarinnar. Gerðar hafa verið ráðstafanir til að koma til móts við kvartanir íbúa og mikil ánægja er með þá tónlistarmenn sem hlaupa í skarðið fyrir þá sem hafa forfallast. Meira »

Ævintýri á gönguför

20:25 Sagt hefur verið að Kristján Sveinsson stýrimaður sé eini maðurinn sem hafi gengið frá Vestmannaeyjum að Landeyjasandi. „Það man þetta ekki nokkur maður því þeir eru allir farnir sem voru með mér en strákarnir sögðu þetta og sagan er góð,“ segir Kristján dulur. Meira »

Þingi formlega frestað

20:06 Þingi var frestað þegar breytt fjármálaáætlun og -stefna höfðu verið samþykktar með meirihluta atkvæða þingmanna. Helga Bernódussyni fráfarandi skrifstofustjóra Alþingis voru þökkuð störfin. Meira »

Heimahjúkrun að óbreyttu lögð niður

19:30 Eftir að Sjúkratryggingar Íslands sögðu upp samningi við Heimahjúkrun barna stefnir í að starfsemin verði lögð af. Að sögn hjúkrunarfræðings eru foreldrar langveikra barna uggandi yfir stöðunni. Meira »

Coats fundaði með Guðlaugi Þór

19:28 Daniel Coats, yfirmaður leyniþjónustumála í ríkisstjórn Bandaríkjanna, kom við á Íslandi á leið sinni yfir Atlantshafið og átti stuttan fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra, þar sem þeir ræddu öryggismál í víðu samhengi. Meira »

Götum lokað vegna Miðnæturhlaups

19:03 Miðnæturhlaup Suzuki fer fram í kvöld, en þetta í 27. skipti sem hlaupið er haldið. Á þriðja þúsund hlauparar eru skráðir og þar af eru erlendir hlauparar yfir eitt þúsund talsins. Truflanir verða á umferð í Laugardal vegna hlaupsins, sem ræst verður kl. 21 í kvöld. Meira »

Þröngt en þægilegt í gámum mjaldranna

18:36 „Þetta var ótrúlega mikil upplifun að sjá þetta,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, sem horfði á mjaldurinn Litlu-Grá synda af stað í lauginni sinni í Vestmannaeyjum í gær. Meira »

Fengu 50 kjamma á Alþingi

18:25 „Þetta er í kringum 2010 sem menn fóru að taka sér saman um sviðaveislu um þau tímamót þegar fór að koma að lokum þings. Þetta hefur haldist, með einhverjum undantekningum, óslitið síðan,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um sviðaveislu þingmanna. Meira »

Fær 9,9 milljónir í skaðabætur

17:11 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Deloitte og Vátryggingafélag Íslands til þess að greiða útgerðar- og athafnamanninum Magnúsi Kristinssyni tæpar 9,9 milljónir króna í skaðabætur, vegna mistaka sem Deloitte gerði við vinnslu skattframtala Magnúsar fyrir tekjuárin 2007 og 2009. Meira »

Katrín fékk fyrstu íbúð íbúðafélagsins

17:09 Mörkuð voru tímamót í dag þegar Bjarg leigufélag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni afhenti lyklana að fyrstu íbúðinni sem fer á leigu. Greiðslubyrðin á ekki að verða meiri en 25% af heildartekjum. Meira »
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Malbiksviðgerðir
vertíðin hafin endilega leitið tilboða S: 551 400 - verktak@verktak.is eð...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...