1.460 íslenskir rúllubaggar enn óseldir

Benedikt Hjaltason vinnur að útflutningi heys til Noregs.
Benedikt Hjaltason vinnur að útflutningi heys til Noregs. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Enn liggja 1.460 rúllubaggar með íslensku grasi óseldir á hafnarsvæðinu á Vestnes á Mæri og Romsdal í Noregi.

Er þetta afgangurinn af um 33 þúsund böggum sem samvinnufélög bænda í Noregi keyptu síðasta haust og fram á vetur til að hjálpa bændum á þurrkasvæðunum í Noregi til að fóðra búpening sinn. Héðan voru seldir alls nærri 40 þúsund baggar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu  í dag.

Í blaðinu Nationen er greint frá þessum birgðum og jafnframt sagt að heyið sé enn að ganga út, þó það hafi ekki tekist að selja upp fyrir 1. júní eins og að var stefnt. Búist er við því að síðustu rúllubaggarnir seljist á næstunni.

Fram kemur að á ýmsan hátt hafi ræst betur úr hjá norskum bændum eftir þurrkasumarið en útlit var fyrir. Þannig hafi fengist ágætis uppskera seint síðasta haust, menn hafi gefið hálm og aukið fóðurbætisgjöf í vetur og margir bændur hafi byrjað að nýta beit snemma í vor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert