Ákvörðunin fordæmisgefandi á landsvísu

„Ég er ánægð,“ segir Vigdís í samtali við mbl.is.
„Ég er ánægð,“ segir Vigdís í samtali við mbl.is. mbl.is/​Hari

„Hinn fallni meirihluti á ekki að komast upp með kosningasvindl og þessi ákvörðun dómsmálaráðuneytisins hefur mikla þýðingu fyrir Reykvíkinga alla og er fordæmisgefandi á landsvísu,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins í Reykjavík.

Vigdís greindi frá því í gær að dómsmálaráðuneytið hefði fellt úr gildi ákvörðun sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu um að vísa frá kæru hennar vegna lögmætis borgarstjórnarkosninganna í maí í fyrra. Þá úrskurðaði ráðuneytið að sýslumaður skyldi skipa þriggja manna nefnd til þess að taka afstöðu til kæruefnisins.

„Ég er ánægð,“ segir Vigdís í samtali við mbl.is. „Þrátt fyrir allar leiðir og kosningasvindl þá féll meirihlutinn.“

Vigdís segir málið löngu komið úr hennar höndum og að hún sé einungis að fylgja eftir úrskurði Persónuverndar, sem gerði alvarlegar athugasemdir við notkun Reykjavíkurborgar og rannsakenda við Háskóla Íslands á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert