Andlát: Sigurður Örlygsson myndlistarmaður

Sigurður Örlygsson myndlistarmaður lést á Landspítala 30. maí síðastliðinn, 72 ára að aldri. Sigurður fæddist 28. júlí 1946, sonur hjónanna Unnar Eiríksdóttur kaupkonu og Örlygs Sigurðssonar listmálara.

Sigurður lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Framhaldsmenntunar aflaði hann sér í myndlistarakademíunni í Kaupmannahöfn og Art Students League í New York. Sigurður tók þátt í mörgum samsýningum og hélt einnig fjölda einkasýninga bæði hér og erlendis. Þá var hann stundakennari við Myndlista- og handíðaskólann. Sigurður hlaut Menningarverðlaun DV árið 1989 og af og til naut hann starfslauna listamanna.

Eftirlifandi sambýliskona Sigurðar er Ingibjörg Einarsdóttir. Fyrri kona Sigurðar er Ingveldur Róbertsdóttir, prófarkalesari og þýðandi. Þau eignuðust fimm börn, Unni Malín, Þorvald Kára, Arnljót, Gylfa og Valgerði. Uppeldisdóttir Sigurðar er Ingveldur Steinunn Ingveldardóttir. Dóttir Sigurðar og Hrefnu Steinþórsdóttur er Theodóra Svala.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »