Dópaðir og drukknir undir stýri

Ekki er ósennilegt að á hverjum degi fari ökumaður sem …
Ekki er ósennilegt að á hverjum degi fari ökumaður sem er undir áhrifum vímuefna í gegnum hverfið sem þú býrð í á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/​Hari

Lögreglan hafði afskipti af ofurölvi manni við Austurvöll síðdegis í gær og fékk hann gistingu í fangageymslu lögreglu meðan ástand hans batnar. Sex ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu frá því síðdegis í gær og einn á Akureyri. Sá sem var stöðvaður fyrir fíkniefnaakstur á Akureyri var einnig með fíkniefni í fórum sínum. 

Um helgina voru fjörutíu og fjórir ökumenn voru teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu.

Þrjátíu og fjórir voru stöðvaðir í Reykjavík, fimm í Kópavogi, þrír í Mosfellsbæ og tveir í Hafnarfirði. Þrír voru teknir á föstudagskvöld, tuttugu og sex á laugardag, fjórtán á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru þrjátíu og átta karlar á aldrinum 17-61 árs og sex konur, 17-60 ára.

Átta þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og sjö hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Í tveimur málanna um helgina voru ökumenn sviptir ökuleyfi til bráðabirgða eftir afskipti lögreglu, en það var vegna ítrekaðra umferðarlagabrota viðkomandi. 

Aðfaranótt þriðjudags voru sjö ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis.

Þeir sem voru stöðvaðir frá því síðdegis í gær og þangað til klukkan 5 í morgun eru:

Klukkan 20:18 var bifreið stöðvuð í Austurbænum (hverfi 105). Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttina þ.e. hefur ekki öðlast ökuréttindi.

Klukkan 17:36 og 18:05  voru bifreiðar stöðvaðar í Grafarvoginum (hverfi 112). Ökumennirnir er grunaðir um ölvun við akstur.

Klukkan 21:42  var bifreið stöðvuð í Austurbænum (hverfi 104). Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og akstur án réttina þ.e. hefur ekki öðlast ökuréttindi.     

Klukkan 01:36 var bifreið stöðvuð í Rofabæ (hverfi 110). Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

Klukkan 01:37 var bifreið stöðvuð í Hafnarfirði (hverfi 220). Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og akstur án réttinda þ.e. sviptur ökuréttindum.

Síðan var einn ökumaður stöðvaður á Vesturlandsvegi en hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum og því ekki heimilt að aka bíl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert