Ólafur Ragnar festir kaup á æskuheimilinu

Æskuheimili Ólafs Ragnars við Túngötuna á Ísafirði, sem er beint ...
Æskuheimili Ólafs Ragnars við Túngötuna á Ísafirði, sem er beint upp af gamla sjúkrahúsinu þar í bæ. mbl.is/Sigurður Bogi

„Við erum auðvitað mjög ánægð með það að fá hann Óla hingað og vonum að hann verði sem mest hérna, enda flottur karl,“ segir Árni Aðalbjarnarson bakarameistari í Gamla bakaríinu á Ísafirði.

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, verið að skoða Túngötu 3 á Ísafirði, húsið sem hann ólst upp í, síðustu daga og samkvæmt frétt Vísis fyrr í dag er hann að ganga frá kaupunum. Árni segir í samtali við mbl.is að um lítið annað sé talað í bænum þessa dagana, að minnsta kosti í bakaríinu. 

Ólafur Ragnar fæddist á Ísafirði 14. maí 1943 og er einkasonur Gríms Kristgeirssonar og Svanhildar Ólafsdóttur Hjartar, sem festu kaup á húsinu á Túngötu á sínum tíma.

Ólafur Ragnar hefur ávallt hugsað hlýtt til heimahagana og sem dæmi má nefna nýlega færslu hans á Twitter þar sem hann birti mynd af Napóleonsköku fyrir framan Eiffelturninn í París og sagði hana ekki nærri jafn góða og þá sem boðið er upp á í Gamla bakaríinu í heimabænum, Ísafirði.

„Hann gerði hana fræga,“ segir Árni, en kippur kom í söluna á Napóleonskökum eftir færslu Ólafs. „Hann fékk sér alltaf Napóleonsköku þegar hann kom hér í bakaríið, hann hafði smakkað þetta náttúrulega í gamla daga.“

Napóelonskakan hefur verið í boði í Gamla bakaríinu frá 1920. Kakan, fyrir þá sem ekki vita, er lítil og ferhyrnd, sett saman úr tveimur lögum af smjördeigi með sultu og rjóma á milli og súkkulaði ofan á.

Á næsta ári eru 100 ár síðan fjölskylda Árna tók við bakaríinu, en það var stofnað árið 1871. Sjálfur hefur Árni séð um reksturinn í fimmtíu ár. „Það er líklega enginn búinn að vera í Gamla bakaríinu jafn lengi og ég,“ segir Árni, sem hlakkar til að taka á móti Ólafi Ragnari í Gamla bakaríinu á ný. „Ég vona bara að hann komi sem fyrst.“  

Ólafur Ragnar Grímsson ólst upp á Ísafirði og er nú ...
Ólafur Ragnar Grímsson ólst upp á Ísafirði og er nú að ganga frá kaupum æskuheimilinu. Mikil eftirvænting ríkir í bænum, að minnsta kosti í Gamla bakaríinu þar sem Ólafur hefur iðulega lagt leið sína þegar hann er í bænum. mbl.is/Golli
mbl.is

Innlent »

Skúli bættist óvænt í hópinn

Í gær, 23:29 Ekta íslenskt sumarveður herjar á keppendur í A og B flokkum hjólreiðakeppninnar WOW Cyclothon.  Meira »

„Bara hjóla hratt og stoppa ekki“

Í gær, 22:33 „Hann var með nóg að drekka og nóg að borða með sér á hjólinu og var búinn að ákveða að reyna að hjóla eins lengi án þess að stoppa og hann gæti. Ég spurði hann áðan þegar við vorum komin á Egilsstaði, að gamni, hver væri nú lykillinn að því að ná að hjóla til Egilsstaða undir 24 tímum.“ Meira »

Norðmaður vann 220 milljónir

Í gær, 22:07 Heppinn Norðmaður vann rúmar 220 milljónir króna í Víkingalottóinu í kvöld eftir að hafa hlotið annan vinning.  Meira »

Ný ábendingalína aðlöguð börnum

Í gær, 21:51 Ný og endurbætt tilkynningarsíða Ábendingalínunnar var opnuð á vef Barnaheilla í dag, en hún er sniðin að þörfum ólíkra aldurshópa með það að markmiði að auðvelda börnum að senda inn tilkynningu um óæskilega hegðun á netinu. Meira »

Hittust eftir hálfa öld

Í gær, 21:50 Frumbyggjar og börn þeirra á Holtinu í Kópavogi gerðu sér glaðan dag saman síðastliðinn sunnudag, en mörg þeirra höfðu ekki hist í yfir hálfa öld. Meira »

„Nei Ásmundur“

Í gær, 21:24 Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir engan skulda Ásmundi Friðrikssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins afsökunarbeiðni. Meira »

Breiðamerkurjökull hopað mikið á 74 árum

Í gær, 21:12 Ragnar Heiðar Þrastarson, einn af fagstjórum Veðurstofu Íslands, rakst á dögunum á loftmynd sem bandaríski sjóherinn tók af Jökulsárlóni 30. ágúst 1945 fyrir kortadeild Bandaríkjahers. Meira »

Góð stemning við rásmarkið

Í gær, 20:53 Allir keppendur WOW Cyclothon, sem telja hátt á sjötta hundrað, eru nú lagðir af stað hringinn í kringum landið, en tíu manna liðin lögðu af stað frá Egilshöll klukkan 19 í kvöld. Líkt og sjá má á ljósmyndum ljósmyndara mbl.is var mikill hugur í fólki og góð stemning við rásmarkið. Meira »

„Tek ekki þátt í einhverju gerviferli“

Í gær, 20:37 „Ég þarf engar sættir við þessa konu því ég vinn ekki með henni og hef ekki samskipti við hana dagsdaglega,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, um skrifstofustjóra skrifstofu borgarstjóra, sem lagði fram 100 blaðsíðna kvörtun yfir hegðun Vigdísar til áreitni- og eineltisteymis borgarinnar. Meira »

Svara kalli eftir auknum skýrleika

Í gær, 20:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nýja stjórnendastefnu ríkisins vera svar við miklu ákalli eftir slíkri stefnu á síðustu árum. Stefn­unni er ætlað að vera liður í því að efla stjórn­un hjá rík­inu og vinna að betri þjón­ustu við sam­fé­lagið sem miðar að því að bæta lífs­kjör í land­inu. Meira »

Sundurgrafin jörð við brautina

Í gær, 20:13 Sumarið er tími framkvæmda og undanfarið hefur mikið rask verið á jarðvegi við Reykjanesbrautina við Elliðaárdal. Veitur hafa þar unnið að endurnýjun lagna fyrir heitt og kalt vatn auk frárennslislagna. Míla og Gagnaveita Reykjavíkur hafa einnig verið í endurnýjun á svæðinu. Meira »

Framlög til UNICEF aldrei meiri

Í gær, 20:11 Framlög íslenska ríkisins til UNICEF á Íslandi jókst um 160% á milli áranna 2017 og 2018 og árið 2018 gaf Ísland, ríki og landsnefnd næsthæstu framlög til UNICEF alþjóðlega ef miðað er við höfðatölu og var í öðru sæti á eftir Noregi. Meira »

Slasaðist í Finnafirði

Í gær, 19:30 Kallað var á björgunarsveitir og sjúkraflutningamenn um hálfsjöleytið í kvöld vegna slasaðs einstaklings í Finnafirði.  Meira »

Vélarvana farþegabátur í Jökulfjörðum

Í gær, 18:54 Útkall á hæsta forgangi barst um hálftvöleytið í dag vegna vélarvana farþegabáts við Maríuhorn á Jökulfjörðum með þrettán farþega um borð. Meira »

Veik von um sólarmesta júnímánuð

Í gær, 18:40 Í gær var fyrsti sólarlausi dagurinn í Reykjavík síðan 18. maí, en næstu 30 daga á undan mældust sólskinsstundir alls 377,6 sem er meira en nokkru sinni hefur mælst í einum almanaksmánuði. Meira »

Fjögurra manna liðin lögð af stað

Í gær, 18:31 Hjólreiðalið í flokki A í WOW Cyclothon eru lögð af stað í hringferð um landið, en ræst var út frá Egilshöll klukkan 18. Níu lið eru skráð til keppni flokki A, en fjórir eru í hverju liði og skiptast á að hjóla kílómetrana 1.358. Meira »

ÚR kaupir fiskiskip frá Grænlandi

Í gær, 18:30 Útgerðarfélag Reykjavíkur hefur gengið frá kaupum á grænlenska fiskiskipinu Aja Aaju, sem smíðað var árið 1988.  Meira »

Ræddu neyð flóttamanna og hatursorðræðu

Í gær, 18:28 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fundaði í dag með Filippo Grandi, framkvæmdastjóra Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Michelle Bachelet, mannréttindastjóra Sameinuðu þjóðanna (OHCHR). Meira »

Segja tækifærin vera til framtíðar

Í gær, 17:54 Nýr kafli hófst í dag í þróun skipulags á svæðinu í kringum Keflavíkurflugvöll þegar viljayfirlýsing stjórnvalda og einkahlutafélagsins Kadeco var undirrituð. Hefst nú vinna að skipulagningu nýs samfélags á svæðinu sem byggt verður með hugmyndafræðina „Aerotropolis“ að leiðarljósi. Meira »
Fágætar vínilplötur í Kolaportinu!!
Mikið úrval af fágætum vínilplötum í Kolaportinu við gluggavegg miðjan sjávarmeg...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 210.000 km...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Þvottavél - vélsög - handfræsari - hjólbörur
Hjólbörur, þvottavél, vélsög, handfræsari, ódýrt, 6633899....