Umferðin fer vaxandi á hringvegi

Á hringveginum við Hvalnesskriður.
Á hringveginum við Hvalnesskriður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Umferðin á hringveginum jókst um 6,5 prósent í maí sem er mun meiri aukning en á sama tíma í fyrra en þá jókst umferðin um 3,8% á milli mánaða.

Þetta kemur fram í umferðarsamantekt Vegagerðarinnar. Bent er þó á að umferðin á Austurlandi dróst saman í nýliðnum mánuði.

„Aukningin í umferðinni fyrstu fimm mánuði ársins er töluverð en eigi að síður minnsta aukningin síðan árið 2015. Reikna má með að heildaraukning á árinu gæti orðið um tvö prósent á hringvegi.

Fram kemur að mest jókst umferðin um mælisnið á Vesturlandi eða 10,4% en 7,2% samdráttur varð um mælisnið á Austurlandi. „Þó að heildaraukning sé mikil þarf að leita aftur til ársins 2013 til að finna samdrátt í einhverju landsvæði á þessum tíma árs.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert