Á lífi þegar viðbragðsaðila bar að

Tvennt lést í brunanum að Kirkjuvegi í fyrra.
Tvennt lést í brunanum að Kirkjuvegi í fyrra. mbl.is/Eggert

Sjúkraflutningamaður sem var fyrstur á vettvang heyrði öskur innan úr húsinu að Kirkjuvegi þegar hann kom á vettvang þann 31.október í fyrra. Þá voru fyrir úti karlmaðurinn og konan sem eru ákærð í málinu að rífast, og á konan að hafa ítrekað hrópað á karlmanninn að hann væri morðingi.

Þetta kom fram við skýrslutöku í Héraðsdómi Suðurlands í morgun.

Ómögulegt að fara inn

Eins og áður segir heyrði sjúkraflutningamaður nokkur öskur í fólki inni í húsinu að Kirkjuvegi þegar hann kom á vettvang, og gat staðsett fólk inni í húsinu. Hins vegar var svo mikill eldur og reykur í húsinu að ómögulegt var að fara inn til að bjarga fólki.

Örskömmu síðar komu fyrstu lögreglumenn á vettvang og sagði annar þeirra fyrir dómi í morgun að hann hefði einnig heyrt öskur úr húsinu. Þá hafði hann svipaða sögu að segja um ákærðu fyrir utan húsið, að þau hefðu verið að rífast og að konan hefði ítrekað kennt karlmanninum um ástandið sem upp var komið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert