Fasteignamat hækkar meira á landsbyggðinni

Allra mest varð hækkunin á Akranesi.
Allra mest varð hækkunin á Akranesi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fasteignamat hækkar mun meira á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu þegar nýtt mat tekur gildi um næstu áramót. Heildarmatið hækkar um 6,1%. Heildarfasteignamatið hækkar um 5,3% á höfuðborgarsvæðinu en 10,2% á Vesturlandi.

Allra mesta hækkunin verður á Akranesi, 19,1%, og íbúðamatið þar hækkar enn meira eða um 21,6%.

Þjóðskrá Íslands kynnti í gær fasteignamat fyrir árið 2020. Heildarmatið verður liðlega 9 þúsund milljarðar króna sem er 6,1% hækkun frá árinu í ár. Þetta er aðeins um helmingur af þeirri hækkun sem varð í ár og á síðasta ári þegar heildarmat fasteigna hækkaði um 12-14%, hvort ár.

Lóðaverð sumarhúsa lækkar

Samanlagt mat íbúða á landinu öllu hækkar um 6% og er meiri hækkun á sérbýli en fjölbýli, eins og sést á meðfylgjandi töflu. Fasteignamat íbúða á höfuðborgarsvæðinu hækkar um 5% en 9,1% á landsbyggðinni. Ef aðeins er litið til mats á íbúðum sést að mesta hækkunin verður á Akranesi, 21,6%, 17,7% í Suðurnesjabæ sem er sameinað sveitarfélag Sandgerðis og Garðs og um 16,6% í Vestmannaeyjum. Hækkunin í þessum bæjum er því þre- til fjórföld miðað við höfuðborgarsvæðið, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert