Löguðu skemmdirnar eftir Tikhomirov

„Óhætt er að segja að allir hafi skilið sáttir eftir …
„Óhætt er að segja að allir hafi skilið sáttir eftir þetta vel unna verk.“ Ljósmynd/F4X4

Öflugur hópur frá Eyjafjarðardeild ferðaklúbbsins F4X4 lagaði skemmdir eftir utanvegaakstur rússnesks ferðamanns í gærkvöldi.

Voru lagfæringarnar gerðar með samþykki landeigenda, sem kunnu klúbbnum góðar þakkir fyrir, að því er segir á tilkynningu á vef F4X4, og buðu þeir félagsmönnum í jarðböðin að verki loknu.

„Óhætt er að segja að allir hafi skilið sáttir eftir þetta vel unna verk.“

Al­ex­and­er Tik­hom­irov, fræg rúss­nesk sam­fé­lags­miðlastjarna sem sér­hæf­ir sig í ljós­mynd­un og mynd­bands­upp­tök­um á ferðalög­um sín­um um heim­inn, ók utan vegar skammt frá jarðböðunum við Mývatn á dögunum og vakti sinnuleysi hans mikla athygli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert