Mundi ekki eftir fólkinu á efri hæðinni

Frá vettvangi eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi.
Frá vettvangi eldsvoðans við Kirkjuveg á Selfossi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlmaðurinn sem er ákærður fyrir brennu og manndráp vegna bruna í einbýlsihúsi við Kirkjuvegi á Selfossi, þar sem tvennt lést, hefði aðvarað parið á efri hæð hússins ef hann hefði munað eftir þeim. Daginn sem húsið að Kirkjuvegi brann var ekki í fyrsta sinn sem kalla hafði þurft slökkvilið að húsinu vegna þess á ákærandi hafði verið að fikta með eld. Parið sem lést hafði stolið frá ákærða.

Þetta kom fram í máli ákærða við skýrslutöku í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 

Neytti fíkniefna kvöldið áður

Ákærði lýsti atvikum í kringum daginn sem húsið brann og parið lést þannig að kvöldið áður hefði hann neytt fíkniefna, rítalíns, í sprautuformi. Maðurinn sem lést, Guðmundur Bárðarson, hefði aðstoðað ákærða við það. 

Morguninn eftir hafi ákærði farið og keypt kók og sígarettur, en Guðmundur hafi beðið hann um að redda sér sígarettum. Síðan hafi hann farið í ríkið og yfir daginn drukkið nokkuð magn af bjór. Ákærði sagðist hafa verið að fikta með eld, og kveikt í bjór- eða pizzukassa í kjöltunni á sér, sem hann hafi síðan ýtt frá sér. Glóð hafi verið í kassanum sem síðan hafi valdið brunanum. Aðspurður sagðist ákærði ekki muna, en ekki getað útilokað, hvort hann hefði kveikt með beinum hætti í gardínum hússins. 

Eins og áður segir sagðist ákærði áður hafa fiktað með eld í húsinu, og að slökkvilið hafi þurft að kalla til. Þá sagði hann að parið sem lést hefði stolið frá honum, en að hann hafi aldrei ætlað sér að valda fólkinu bana. 

Úr dómsal í Héraðsdómi Suðurlands í morgun.
Úr dómsal í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. mbl.is/Teitur Gissurarson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert